13.5.2008 | 18:02
Ég er með heim ÞRÁ
Ég er með heim ÞRÁ, ekki samt svona alvöru heimþrá heldur er ég með heimþrá í kuldann á Íslandi. Hitinn hér í Horsens síðustu vikurnar er gjörsamlega að gera mig vitlausa... það er ekki fyrir neinn mann að vera sveittur og þvalur allan daginn, alla daga. Þurfa að sofa bara með lak, ef eitthvað og fara í sturtu minnst tvisvar á dag. Ég held að ég sé bara Íslendingur í húð og hár
Til að svala aðeins Íslandsþránni höfum við Hlynur verið að horfa á Íslenskt sjónvarpefni hér á kvöldin og það er bara gaman. Við horfðum á myndina Astropia og gerðum heiðarlega tilraun að horfa á Mýrina. Nú svo bíð ég spennt eftir næstu þáttum um Hæðina, en mér var tjáð að þeir hefðu farið í póst í dag.
Annars er tíðindalítið héðan. En skemmtilegir tímar framundan:) Hlynur á frí á morgun sem er bara æðislegt, við erum að plana tívolíferð á föstudaginn og svo er hátíð hjá Íslendingafélaginu á laugardaginn, grill og leikir. Svo fer að styttast í gestina okkar... ég var að reyna að reikna saman hversu margir eru búnir að melda sig og það er sko slatti... Gummi byrjar, hann kemur í næstu viku... svo koma Guðborg og Gummi og stelpurnar þeirra, svo koma Gunna, Óskar og Erla Björg, svo koma mamma og pabbi vonandi, svo koma Helga, Þorgeir og krakkarnir þeirra og svo kemur Halldór vinur Jóns Inga. Okkur ætti ekki að leiðast í sumar og spurning um að fara að tryggja sér season passa í Legoland og Tívolí.. heh
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú værir örugglega ánægð með daginn í dag. Sól og fallegt en ekkert brjálæðislega heitt. Það gerir sennilega golan.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.5.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.