Mæðradagurinn

Fórum til Silkiborgar í dag, hér eru gosbrunnarnir frægu sem eru þarElsku mamma og tengdamamma og allar aðrar mæður sem lesa bloggið mitt... til hamingju með daginn.  Vona innilega að mæður hafi notið dagsins í dag, allavega gerði ég það Heart

Við byrjuðum daginn á því að fara til Silkiborgar.  Þar fórum við á alvöru útimarkað (sem var verri en Kolaportið heh) en þar voru bílfarmar af gamalli búslóð sem landinn var að reyna að fá einhverjar 5 kr danskar fyrir, sumir verðlögðu hátt og vildu fá 10 kr danskar fyrir gamalt dót.  Við röltum síðan um Silkiborg, skoðuðum gosbrunnana og fengum okkur ís.  Bara notalegt og Silkiborg iðandi af mannlífi í góða veðrinu.

 

Þegar við komum heim fóru feðgarnir að baka mæðradagsköku og fékk frúin algert frí frá eldhúsinu.  Þeir bökuðu Brownies köku í tilefni dagsins og sannaðist í dag að það er ekki alltaf útlitið sem skiptir öllu máli.  Strákarnir höfðu svo gaman af því að fá að vasast einir í eldhúsinu þótt það væri með eftirliti pabba síns og tóku hlutverkið sitt mjög alvarlega.  Það var meira að segja vaskað upp og sópað eftir baksturinn.  

Sætir bræðurBrownie á mæðradegi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef fengið fyrirspurnir um uppskriftina af mexíkósku súpunni minni sem er nú samt ekki mín.  Uppskriftina fékk ég frá Dóru Heiðu vinkonu minni sem fékk uppskriftina upphaflega þegar hún bjó í Noregi.  Uppskriftin hefur verið mikið notuð á okkar heimili síðan okkur barst hún í hendur.  Ég hef held ég einhverntímann áður sett þessa uppskrift inn á bloggið en þar sem það er svo langt síðan geri ég það bara aftur til að þeir sem vilja prófa fái hana glóðvolga.

Mexikósk kjúklingasúpa

2 laukar

4 hvítlauksbátar (pressaðir)

2 msk olía

2 dósir niðursoðnir tómatar

1 teningur kjúklingakraftur + 1/2 líter vatn

1 teningur nautakraftur + 1/2 líter vatn

1 líter tómatdjús

1 msk kóriander krydd

1 1/2 tsk chili krydd

1 1/2 tsk cayenne pipar krydd

1 kjúklingur, grillaður 

 

Kjúklingurinn steikur og kjötið tekið af beinunum.

Laukur skorinn niður og steiktur í olíunni í stórum potti.  Öllu hinu blandað saman við.

Látið malla í 2-3 klst.  Kjúklingnum bætt í súpunna hálftíma fyrir framleiðslu.  

Auðvitað má smakka súpuna til, setja meira af kryddi eða meiri hvítlauk, fer bara eftir smekk hvers og eins hversu sterk súpann á að vera.

Sýrður rjómi, rifinn ostur og Doritos bláar flögur bornar fram með súpunni.

Hver og einn setur það samt ofan í súpuna á sínum diski.

Verði ykkur að góðu.

 

Að lokum langar mig að óska Agnesi frænku minni sem var að fermast í dag innilega til hamingju með daginn.  Við hér í Danmörku höfum hugsað heim í dag og hefðum svo gjarnan vilja fá tækifæri til að eyða þessum degi í faðmi fjölskyldunnar.  En det er det.

Það eru nokkrar nýjar myndir í albúmi merkt mæðradagur 2008

Enjoy

Kolbrún og family 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

átt svo duglega fjölskyldu .....

Rebbý, 12.5.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 312541

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband