10.5.2008 | 20:58
Ég fékk kvörtun
Já, ég fékk kvörtun um að ég stæði mig ekki nógu vel í blogginu... hvorki kæmi blogg nema uppskriftir og brandarar og engar myndir. Ég skal bæta úr því núna mamma mín
Það er svo sem ekki mikið að frétta hjá okkur hérna í Horsens. Það er heitt... hrikalega heitt. Mér finnst ég hreinlega vera að kafna hérna alla daga og ekki sé ég enn fram á rigningardag til að ná að kæla mig niður. Ég er svosem eins og flestir sem mig þekkja engin sérstakur sóldýrkandi og líður miklu betur í aðeins kaldara lofti... ég reyni að spá sem minnst í það hvernig hitinn verði í sumar, fyrst ástandið sé svona núna, úff.
Við fórum í Ikea í dag og keyptum okkur loksins flugnanet - allavega ætlum við að búa til flugnanet úr þessu efni sem við keyptum okkur. Hitinn vonandi minnkar þá aðeins inn í húsinu ef gluggarnir fá að vera meira opnir. Ég hef ekki mikið opnað glugga hér í vor vegna þess að ég kæri mig ekki um að bjóða geitungum og öðrum skordýrum velkomna í heimsókn, mega bara vera úti. Við höfum svo frétt af því að það er spáð moskító flugu faraldri hér í sumar, OMG.
En ég skal hætta að vera neikvæð í bili.... áttum hrikalega skemmtilegan dag í dag. Í dag voru sérstakir bíladagar í City Horsens og fórum við með tvo yngri strákanna í bæinn í dag. Þvílíkt mannlíf í bænum í dag, sannkölluð karnival stemmning. Strákarnir skemmtu sér líka alveg rosalega vel, enda miklir áhugamenn um bíla báðir tveir.
Auk þess sem fullt af bílum voru til sýnis var ýmislegt annað í boði fyrir börnin í dag, s.s barnalest, hoppukastali og fleira.
Í gærkvöldi hittum við svo Rakel og Svavar og Bertu og Ragga og fylgisveina þeirra (fengum meira að segja einn auka fylgisvein þar sem mamma hennar Bertu er í Horsens núna) og borðuðum saman mexikóska súpu að hætti hússins. Klikkar sjaldan:)
En ég var að setja inn fullt af nýjum myndum í albúm merkt byrjun maí... Enjoy
Með kveðju úr sólinni í Horsens
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins gott að fótboltaleikurinn var ekki "alvöru". Hefði ekki getað séð fyrir mér markmanninn trítla út úr markinu svo Emil gæti skorað mark
Helga Jónsdóttir, 11.5.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.