HÆÐIN

haedin_logo_200Ég er svo lucky að ég hef fengið senda þættina um Hæðina hingað út til Danmerkur og hef horft á þá í tölvunni...Í gærkvöldi horfði ég á fjórða þáttinn og á nú einn eftir til góða þar til í kvöld eða annaðkvöld og veit að ég á svo von á nýrri sendingu frá Íslandi í næstu viku með nýjustu þáttunum.  Mér finnst þetta alveg bráðskemmtilegir þættir.... en ef ég spái í það, þá er ekki víst að mér myndi þykja þeir eins skemmtilegir ef hommarnir væru ekki með, það eru þeir sem gera þættina skemmtilega að mínu áliti... tel meira að segja að það sé engin tilviljun að þeir voru valdir í þættina, þetta eru markaðsmenn miklir sem stjórna svona þáttum og þeir vita hvað selst.  Parið sem ég kann minnst við eru Hreiðar og Elísabet, sérstaklega Hreiðar... finnst hann bara vera pínu montinn með sig og ekki alveg að gera sig í þessum þáttum.  En Steinunn og Brynjar gefa þessu bara líf, þau eru svo hæfilega kærulaus.

Ég held nú samt að ég myndi aldrei geta hugsað mér að kaupa svona hús, sem að innrétta alveg fyrir mig og velja öll húsgögn inn fyrir mig.... hvar væri þá minn persónulegi stíll???  Kannski er ég ekki nægilega mikið inn í þessu og kannski á bara ekkert að selja húsin fullbúin með innbúi... kemst að því síðar sjálfsagt.   Engu að síður finnst mér þættirnir skemmtilegt sjónvarpsefni og sanna ég þar með að ég elska enn raunveruleikaþætti.... þótt mörgum finnist þetta vera orðið þreytt sjónvarpsefni.    Ég held með Steinunni og Brynjari:)

 

Það hefur verið alveg dejlig veður hér í Horsens í dag... sól og steikjandi hiti.  Við eyddum reyndar deginum í nágrannabæ okkar Fredericia en þar fórum við í Madsby legeparken.  Guðný og Bjarki fóru með okkur með sína stráka og áttum við æðislegan dag þar.  

Flottur í björgunarvestinuNýjar myndir í nýju albúmi tala sínu máli um hvernig leikgarðurinn var en ég held að það sé óhætt að segja að strákarnir hafi skemmt sér mjög vel.

En nú eru fjögurra daga helgarfríið búið... og rútínan hefst aftur í fyrramálið.  Emil má fara í leikskólann í næstu viku, jafnvel þótt að verkfallið sé ekki leyst ennþá.  Sjálfri finnst mér starfssemin á leikskólanum eitthvað skrýtin vegna verkfallsins en ætli ég sendi hann samt ekki á leikskólann einhvern part af deginum... hann er jú búin að vera heima núna í 9 daga og það er bara orðið ágætt í bili.

 

En þar til næst

Hafið það gott

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Já, veistu ég gæti ekki flutt inn í fullbúið hús. Þarf að hafa nefið ofan í einhverju sko. Glæsileg helgi hjá ykkur. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 4.5.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Góður Svavar.... heima segirðu.... ég held að við eigum hreinlega ekki eftir að vera heima hjá okkur eina einustu helgi þar til við flytjum aftur heim til Íslands... maður verður að njóta alls þess sem Danmörk hefur upp á að bjóða á meðan tækifærið er til staðar... ekki satt?   Eruð þið með um næstu helgi???

Kolbrún Jónsdóttir, 5.5.2008 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband