Fjölskylda í túristaleik

Emil og Hafsteinn við síkið í ÁrósumHeil og sæl

Afar lítið fréttnæmt frá Danaveldi.  Hér hefur gengið á með ýmist skini eða skúrum síðustu daga en mér skilst að það eigi að létta til um helgina og þá á að koma aftur sól og blíða.  Eins gott maður, áður en maður verður snjóhvítur aftur Wink

Við eigum von á mörgum gestum í sumar og auðvitað hlakkar okkur voðalega mikið til að hitta okkar fólk.  Við höfum eiginlega verið í smá æfingarkennslu í túristaleik síðustu daga, haha eins gott að vera með allt á hreinu þegar gestirnir hrynja hér inn hver af öðrum.  Elsti sonur hefur reyndað ekki viljað vera með í leiknum, en hann ætti að geta kennt gestum og gangandi undirstöðuatriði í SKATEi og jafnvel kennt framhaldsnámskeið ef áhugi er fyrir hendi.

Í gær fórum við til Árósa og skoðuðum borgina bara nokkuð vel akandi.  Lögðum svo bílnum og skoðuðum borgina gangandi.... góður göngutúr sem endaði að sjálfsögðu í ísbúðinni í göngugötunni þar.  Árósar eru voðalega sjarmerandi borg og minnir um margt á Reykjavík.... en jafnvel þótt það sé gaman að koma þangað reglulega, þá myndi ég ekki vilja búa þar með strákana, líður betur með þá hér í Horsens og rólegheitunum sem fylgir svona sveitalífi.

Í dag var svo ferðinni heitið til Vejle þar sem við fórum í bambagarð (dádýragarð).  Við höfum áður heimsótt bambagarðinn í Árósum en þetta var í fyrsta sinn sem við fórum í garðinn í Vejle.  Svo sem ekkert ólíkir garðar þannig lagað, nema að garðurinn í Vejle er örugglega ekki eins vel kynntur því það var ekki mikið af fólki þar, eiginlega bara mjög fáir.  Enda voru aumingjans bambarnir glor hungraðir og slóust um eplin sem við vorum með í tveim pokum.  Svo ég tali nú ekki um hráa spagettíið sem við græddum á öðrum túristum í garðinum.

Setti túristamyndir i nýtt albúm merkt 1. maí

Segi þetta gott í kvöld, ætla að hella mér í lestur tímaritanna Séð og Heyrt og Vikuna sem komu hér inn um lúguna í dag....  

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Þér á sko ekki eftir að leiðast með Séð og Heyrt og vikuna, eru þetta blöðin frá mér? 100 kall stykkið..múhahah. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 2.5.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband