"Fíllinn var veikur"

IMG_4327Mikið svakalega eru strákarnir mínir búnir að hlakka til dagsins í dag, allir þrír.  Hér í Horsens er staddur sirkus Arena sem er mjög stór og víst flottur sirkus (munið þið ekki eftir honum í sjónvarpinu á gamlársdag í denn) og við vorum búin að ákveða að fara að sjá þennan sirkus í dag. 

Við fórum í morgun til að tryggja okkur miða á sirkusinn í kvöld.... og hvað haldið þið, það var uppselt.  Voru nú góð ráð dýr og við tókum okkur smá tíma í að upphugsa hvað við gætum sagt við Emil litla sem var spenntastur allra fyrir sirkusferðinni.  Lendingin varð sú að fíllinn veiktist skyndilega og keypti hann sem betur fer þá skýringu.  Hann hefði aldrei skilið það að það væri uppselt.  Við fórum samt og skoðuðum fílana sem eru í girðingum við svæðið sem sirkusinn er og fannst Emil litla það alveg rosalega skemmtilegt, enda aldrei áður séð fíl á sinni stuttu ævi.  

Við vitum að það kemur annar sirkus til Horsens í maí og þá er víst betra að tryggja sér miða í tíma til að svona endurtaki sig ekki.  

Emil fékk svo boð um að fá að fara í bíó í staðinn í dag og varð hann mjög ánægður með þær málalyktir, enda finnst honum svo gaman að fara í bíó, sérstaklega að fá að fara einn með pabba sínum.

Framundan er fjögurra daga helgarfrí hjá okkur öllum, þar sem uppstigningardagur lendir á fimmtudegi eins og alltaf, þá hafa Danir þann háttinn á að ef frídagur lendir á fimmtudegi, þá er alltaf líka frídagur á föstudegi.  Ekki slæmir samningar það.  Ekkert sérstakt planað hjá okkur um helgina en ég er ekki í vafa um að við finnum okkur eitthvað skemmtilegt til að gera.

IMG_4326IMG_4328

 

 

 

 

 

 

 

 

Nótt Nótt

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Gott að redda sér. Hvít lygi skaðar engann. Væri alveg til í að sjá sirkus sko. Hvenær er hann í mai??? Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 1.5.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Gott að Emil skyldi gleypa við þessari skýringu.  Magnús hefði sko ekki gleypt við þessu, hefði orðið alveg brjálaður.  Ég fór á þennann sirkus þegar ég var skiptinemi úti í Danmörku fyrir (vá ég þurfti að fara að telja ) 22 árum síðan takk fyrir (fattaði ekki hvað ég er orðin gömul ) og það var alveg æðislegt að horfa á þetta.  Myndi sko alveg vera til í að fara með mín börn að sjá þetta.  Spurning hvort þeir verði einhversstaðar í ökufæri í júní-júlí og maður geti látið verða að því.

Helga Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 09:09

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Fílarnir geta alltaf orðið veikir  Ég er svo heppin að ég er líka í 4 daga helgarfríi vann 2 tíma lengur síðustu 3 daga og fæ í staðinn frí í dag  Hlakka til að hitta ykkur í júní, þetta fer að koma ég er að kafna úr spenning get valla beðið

Guðborg Eyjólfsdóttir, 1.5.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband