45 gráður á celsíus

Hot cartoonEins og ég hef áður talað um hér á blogginu, þá slökktum við fjölskyldan á hitakerfinu í húsinu fyrir nokkrum dögum, enda getur sólin og hitinn hér sko alveg hitað það upp.   Engu að síður hefur verið alveg óbærilega heitt hérna í húsinu, svitinn lekur af heimilisfólki og í gærkvöldi var unglingurinn á heimilinu ber að ofan, spásserandi um húsið.  Margar viftur hafa verið kallaðar til vinnu en það var alveg sama hvað við gerðum, allir að kafna úr hita.  Það var svo ekki fyrr en seint í gærkvöldi að húsbóndinn ákvað að kíkja í hitaskápinn okkar og sá að litlir puttar hafa náð að kveikja aftur á hitakerfi hússins og stillt hitann á 45 gráður.  Það er svo miklu miklu hærri hiti en við höfum stillt á í mestu kuldunum hérna í Danmörku.  Það er ekki skrýtið að okkur hafi verið heitt.  

Eigið góðan dag

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

VÁ hefði ég nú bara dáið.  Eins gott að fylgjast með þessum litlu ormum .

Helga Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 08:03

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Hlaut að vera....skyldi ekki af hverju væri svona heitt hjá ykkur en ekki okkur  

Berta María Hreinsdóttir, 29.4.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: .

Hver var að reyna að elda ykkur.....

., 29.4.2008 kl. 22:36

4 Smámynd: Vilborg

Hahaha....bara fyndinn Emil!  Bara að passa að fjölskyldunni verði nú örugglega ekki kalt!

Erum hætt við ferð í bili...hlökkum til að kíkja í kaffi í Reykjavíkinni

KNÚS

Vilborg, 30.4.2008 kl. 13:51

5 identicon

Hæ!

Alltaf gott að líta hér inn en átti þessi síða ekki að vera læst, bara að láta vita ef eigandinn veit ekki af því, a.m.k. komst ég inn án nokkurra vandræða.  Leiðinlegt að heyra um alla þessa maura og önnur skorkvikindi, vonandi gengur ykkur vel í tryggingamálunum, kveðja Ella.

Ella (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 14:20

6 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Ég komst líka inn án þess að gera passwordið. Vonandi náið þið að kæla ykkur niður. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 30.4.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband