25.4.2008 | 18:42
What a day!!!
Fengum loksins bílinn okkar í dag úr viðgerð. Fórum fyrir hádegið til Vejle til að ná í hann, bíllinn lítur rosa vel út núna enda búið að skipta hreinlega út afturendanum á honum. Þegar við ætluðum að bruna aftur heim til Horsens, sáum við viðvörunarljós í mælaborðinu... Hlynur flétti upp biluninni í þjónustubókinni og sá að um var að ræða vélarbilun. Bíllinn fór því aftur inn á verkstæðið en sem betur fer var þetta bara smá stillingaratriði sem hægt var að gera við á meðan við biðum. Við fengum afrit af reikningum sem er sendur til tryggingarfélagsins hér úti... 30.000 danskar krónur takk fyrir sem reiknast út sem um hálf milljón íslenskar krónur. Takk fyrir takk.
Við vorum ekki búin að vera lengi heima hjá okkur í sæluvímunni yfir að vera búin að fá bílinn okkar þegar við fengum hringingu frá Íslandi. Allt farið á flot í eldhúsinu í húsinu okkar í Jöklaseli og parketið ónýtt. Þannig að þá hófst ferlið við tryggingarfélagið á Íslandi, þeir eru vonandi búnir að senda mann á staðinn til að stöðva lekann sem við vitum ekki hvaðan kemur.... síðan er ætlun þeirra að þurrka parketið tímabundið... og svo bara neyðumst við til að velja okkur nýtt parket á alla hæðina..ææ eins og okkur þyki það leiðinlegt. Við höfum svo sem aldrei verið rosalega ánægð með þetta fína plankaparket sem er á hæðinni. Það má því segja að þegar við vorum búin að hugsa málið aðeins í dag, þá var þetta slys heima bara lán í óláni. Eins gott að tryggingarnar heima verði bara ekki með neitt röfl.
Annars ætla ég bara að njóta kvöldsins... fengum frábæra sendingu frá Íslandi í dag með póstinum, Hæðina þátt 3, 4 og 5.... og í tilefni dagsins opnaði ég loksins páskaeggið mitt frá Íslandi og sitjum við hér nú og gúffum því í okkur.
Góða helgi allesammen
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, nýviðgerður bíll og væntanlega nýtt parket!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.4.2008 kl. 22:55
VVVÁÁÁ. Afhverju fenguð þið ekki bara nýjan bíl? En leiðinlegt að heyra með vatnslekann. Vonandi fáið þið ykkur betra partket. Enjoy páskaeggið. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 27.4.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.