23.4.2008 | 18:01
Stórar stofnanir fyrir fatlað fólk
Ég hef ekki starfað á mörgum vinnustöðum í gegnum tíðina og er reyndar ekki mikið fyrir að skipta um vinnu almennt. Ég hef þó fengið tækifæri til að vinna á bæði gamla Kópavogshæli og á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ. Ég var reyndar bara eitt sumar á gamla Kópavogshælinu og líkaði vinnan ekki þar. Aftur á móti var ég í mörg ár á Skálatúnsheimilinu, bæði sem nemi og starfsmaður. Þessar tvær stofnanir á Íslandi teljast til stóru stofnanna fyrir fatlað fólk... umdeildar stofnanir eins og allar stórar stofnanir. Það er nú samt mín skoðun að fólk ætti að kynna sér starfssemi slíkra stofnanna vel áður en það fer út í það að dæma... því það er ótrúlega margt gott sem er unnið innan þessarra stofnanna.
Í Danmörku eru líka stórar stofnanir fyrir fatlað fólk, meira að segja mun stærri stofnanir en þykja stórar á Íslandi. Mig hefur lengi langað að skoða eina slíka hér sem er í Skanderborg og fórum við loksins í dag. Stofnunin heitir Landsbyen Solund og eru íbúar stofnunarinnar 220 talsins á aldrinum 18 til 100 ára. Landsbyen Sollund er í raun meira en stofnun, þetta er "sjálfbært samfélag", sem er þó styrkt af kommúninni. Innan þessa sjálfbæra samfélags fá íbúar alla þá þjónustu sem þeir þurfa, þar eru læknar og hjúkrunarfólk, tannlæknir, samkomuhús, vinnustofur og saumastofa, kantína, sjúkraþjálfun, fótaaðgerðastofa og svona gæti ég endalaust haldið áfram að telja upp. Á Íslandi höfum við kallað stofnanir sem þessa ALTÆKA STOFNUN, það þýðir að íbúarnir þurfa í raun aldrei að fara út fyrir lóðamörk stofnunarinnar.
Landsbyen Solund er rétt fyrir utan Skanderborg og innan lóðarinnar er sérstaklega mikið af trjám og gróðri. Húsið eru mörg, þau eru stór, yfirleitt á þremur hæðum. Elsta húsið á lóðinni er byggt árið 1935, þannig að húsin eru aðeins farin að láta á sjá.
Það var gaman fyrir mig að fá að sjá þetta samfélag í dag en ég á eftir að fara aftur, því að þarna er víst líka safn sem er bara opið ákveðna daga í mánuði og það langar mig að sjá líka. Ef ykkur langar að skoða meira um þessa stórmerkilegu stofnun, þá er heimasíðan http://www.solund.dk
Setti inn nýjar myndir i kvöld í nýtt albúm....
Hér er tildæmis Emil fótboltastrákur, og ekki minnkaði áhuginn þegar keyptir voru nýjir alvöru fótboltaskór í dag... hann verður jú að eiga fótboltaskó eins og Viðar segir hann
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottir skór ....
Knús á línuna
Rakel Linda (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.