21.4.2008 | 18:15
Á heimleið
Að búa í útlöndum er dýrmæt reynsla.... að mínu mati eitthvað sem allir ættu að prófa einhverntímann á lífsleiðinni. Það er ótrúlega lærdómsríkt að dvelja í öðru landi en sínu heimalandi, ný menning, nýjar venjur og nýtt tungumál. Á sama tíma sér maður líka sitt heimaland allt öðruvísi og lærir að meta það upp á nýtt. Því að þó svo að við búum á litlu skeri, þá hefur þetta litla sker, Ísland, svo sterkar taugar til manns. Þar eru ræturnar, þar er fjölskyldan, þar eru vinirnir. Ísland er einfaldlega best í heimi.
Flutningur okkar fjölskyldunnar til Danmerkur bar skjótt að. Hlynur hafði ítrekað reynt að komast inn í Kennaraháskóla Íslands til að nema þar þroskaþjálfafræði, en hafði fengið neitun jafn oft og umsóknirnar sögðu til um. Stúdentsprófs var krafist og ekkert minna en það, jafnvel þótt hann hefði margra ára reynslu í faginu. Þá voru tveir kostir í stöðunni... að byrja hreinlega í stæ102 eða prófa að sækja um námið í öðru landi. Danmörk varð fyrir valinu og var umsókn hans þar samþykkt strax. Við hefðum ekki getað verið heppnari með stað til að lenda á en hér í Horsens. Okkur líður virkilega vel hérna og höfum komið okkur upp ágætis öryggisneti hér, því að þegar maður býr í öðru landi eru það jú vinirnir og kunningjarnir sem verða manni sem fjölskylda. Það fólk sem við höfum kynnst hér er mjög gott fólk og hefur reynst okkur sérstaklega vel.
En það kemur alltaf að þeim tímapunkti að maður endurmetur stöðuna. Í raun þarf maður að vera í sífeldu endurmati á sínu lífi til að þróa sig og þroskast. Í síðustu viku tókum við fjölskyldan því enn eina stóru ákvörðunina í okkar lífi. Við höfum ákveðið að flytja aftur heim til Íslands í sumar. Hlynur sótti um að klára námið sitt í þroskaþjálfafræðum í Kennaraháskóla Íslands og í þetta sinn var hann boðin velkominn í skólann. En það þurfti þetta til... að flytja erlendis í eitt ár. Ómetanlegt ár sem mun lifa í minningu okkar um ókomna tíð og ég hefði ekki viljað missa af fyrir nokkurn mun. Engu að síður er tilhlökkun að flytja aftur heim til Íslands og halda áfram sínu lífi þar.
Hlynur mun því hefja nám við Kennaraháskólann í haust, stóru strákarnir mínir munu halda áfram sinni skólagöngu í Seljaskóla og höfum við loforð frá honum að þeir fari í sína gömlu bekki þar, þegar hefur verið sótt um leikskóladvöl fyrir yngsta son á leikskólanum Jöklaborg og svo ég sjálf..... jú ég mun taka við stöðu forstöðuþroskaþjálfa í skammtímavistuninni í Hólabergi aftur en þar var ég jú aðeins í ársleyfi.
Það eru því breytingar framundan hjá okkur. Við ætlum að njóta sumarsins í Danmörku... við eigum von á fullt af gestum til okkar og ef það eru fleiri sem ætla að koma, þá endilega fara að bóka því að við förum bráðum að verða fullbókuð í sumar heh. Iceland Express býður upp á flug til Billund í sumar en flugvöllurinn þar er aðeins í um hálftíma fjarlægð frá okkur hér í Horsens.
Læt þetta gott heita í kvöld...
Kolbrún og fjölskylda
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þrátt fyrir að ég skilji ykkur mjög vel og samgleðst ykkur þá verður ykkar sárt saknað í Mosanum

Þið eruð svo alltaf velkomin til okkar í sumarfrí..... svona þegar þið eruð farin að sakna góða Danmerkurveðursins, hehe
Berta María Hreinsdóttir, 21.4.2008 kl. 18:38
Það verður fínt að fá ykkur heim aftur. Maður getur farið að láta sér hlakka til svo margs, s.s. kalkúnninn fyrir jólin svo eitthvað sé nefnt
. Við vorum að ræða þetta hér í fyrrakvöld eftir að mamma sagði okkur fréttirnar og þá sagði Þorgeir "erum við semsagt að fara að hjálpa þeim að pakka þegar við förum út?"
. Nema að þið verðið bara búin að því
.
Helga Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 19:05
Guð hvað ég er glöð yfir því að þið eruð að flytja heim og þú komir aftur í Hólaberg. Þetta má samt alls ekki skiljast eins og ég sé óánægð með það starfsfólk sem þar er nú ég er bara svo einhverf
Í Hólabergi er fullt af frábæru fólki ég er bara vön að hafa þig þar og þannig er ég alveg til í að hafa það áfram .......
Anna Gísladóttir, 21.4.2008 kl. 19:26
jahh sko - þú hefur ekki ætlað að fá mig í heimsókn til Danmerkur
hahaha
veist að það dugar ekki minna en 3 ár á sama stað til að ég komi
verið velkomin heim bráðlega
Rebbý, 21.4.2008 kl. 19:49
Það verður missir af ykkur héðan frá Danmörku en að sjálfsögðu gleðst maður fyrir ykkar hönd og til hamingju Hlynur með að vera kominn inn í námið heima! En við munum eiga góðar stundir í sumar
og sólinni hérna í Danaveldi sem er engu líkt! En jú vissulega eru íslensku ræturnar þykkar...
Kristbjörg Þórisdóttir, 21.4.2008 kl. 20:29
Það er alltaf gott að koma heim aftur eftir langa fjarveru ég væri alveg til í einhvern tímann svona á efri árum að flytja úr landinu og búa einhversstaðar í hlýju landi ca 9 mánuði á ári.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.