Ströndin í Horsens skoðuð

Ströndin í Stensballe í HorsensVeðrið leikur við okkur hér í Danmörku áfram.... Það eru auðvitað kostir og gallar við það að hafa sólina, einn af göllunum er sá að Emil vaknaði kl 5:30 í morgun og tilkynnti mér það að það væri komin dagur, sjáðu bara sólina!!!  Ekki alveg vinsælt hjá húsmóðurinni að fara á fætur svona snemma. 

Við fjölskyldan skipumst í tvennt í dag.  Við Emil fórum með Rakel, Viðari og Viktori á Mac Donalds og svo skelltum við okkur á ströndina í Stensballe sem er hér í Horsens... það var svo sem ekki nógu heitt til að fara í sólbað en þrátt fyrir það var soldið mannlíf á ströndinni í dag... þar mátti sjá hópa að grilla á kolagrilli og borða úti, og barnafólk sem var að leyfa börnunum sínum aðeins að finna lyktina af ströndinni, leyfa þeim að vaða og týna skeljar... við Rakel vorum í þeim hópi.  Strákunum fannst voða gaman að fara á ströndina í dag, fengu að vaða og týndu skeljar.  Viktor fór að leita að kröbbum en fann bara rækjur Smile

 

Hlynur fór svo með stóru strákana ásamt Gunnari Óla og Birni til Silkiborgar en nú var búið að marg athuga hvort að hjólabrettahöllin þar væri opin.  Þeir fóru ekki fíluferð og áttu skemmtilegan dag í Silkiborg...

Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm

Enjoy!

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Flottar myndir frá ströndinni, sérstaklega þessi sem var tekin spes fyrir pabba og Inga Geir  (enginn matur á henni).

Helga Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband