Verkfall skollið á

Í dag skall á verkfall hjá hluta starfsmanna leikskólans sem Emil er í og er hann því heima hjá mér, vonandi í góðu yfirlæti en eirðarlaus.... það er mikið tekið af blessuðum börnunum þegar leikskólinn er tekin af þeim en hann verður allavega heima alla þessa viku, spurning um framhaldið.  Leikskólinn er opin með skerta starfssemi og þeir foreldrar sem eru heimavinnandi eru þeir fyrstu sem ætlast er til að hafi börnin sín heima.  En sjáum til, ég hef ekki fylgst mikið með þessari kjarabaráttu en veit þó að búist er við löngu verkfalli.

Hafsteinn fór í sitt fyrsta foreldraviðtal í Egebjergskólanum í gær og fór Hlynur með honum.  Viðtalið gekk vonum framar og gengur Hafsteini vel í skólanum og engin vandamál með hann eða í tengslum við námið.  Ekki slæmt að fá svona umsögn, við erum allavega hæstánægð með þetta.

Og þar sem þessi bloggfærsla virðist vera orðin upptalning hehe, þá er best að ég haldi áfram.  Í gær kom Kidda í heimsókn til Horsens frá Árósum.  Við fórum saman á kaffihús í gær og hittumst svo aftur í gærkvöldi.. ekki slæmur félagsskapur að vera með henni.  Kidda er alltaf svo hugulsöm að hún færði mér afmælisgjöf í gær, nefnilega nýja Marimekkó tösku sem ég er sko hæstánægð með, kærar þakkir fyrir töskuna Kidda mín:)

IMG_4185IMG_4186

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4187

 

 

 

 

 

 

 

 

Out

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Það var nú lítið Kolla mín, gott að þú hafir verið ánægð með töskuna !

Takk fyrir skemmtilega samveru í gær!

Knús frá Aarhus

Kristbjörg Þórisdóttir, 16.4.2008 kl. 10:18

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Kolla, var ekki kominn tími á nýja tösku Frábær umsögn sem Hafsteinn fær. Leiðinlegt hvað það bitnar mikið á börnum þegar kemur til verkfalls, en vonandi leysist þetta nú. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 16.4.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Gummi..... ertu að gefa í skyn að gamla Marimekkó taskan mín sé ljót???  Hún er bara vel notuð

Kolbrún Jónsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband