13.4.2008 | 18:46
Bókin á náttborðinu....
Bókin á náttborðinu mínu í dag er bókin Postulín sem er skrifuð af Freyju Haraldsdóttur og Ölmu Guðmundsdóttur. Bókin kom út fyrir jólin og var á mínum óskalista fyrir jólin. Ég fékk ekki bókina um jólin en Kidda var svo elskuleg að lána mér bókina og byrjaði ég á henni í fyrradag. Bókin lofar góðu og ég hlakka til að halda áfram með hana:)
Helgin hjá okkur fjölskyldunni hefur verið afskaplega ljúf. Hlynur er reyndar á fullu að leggja lokahönd á stórt verkefni sem hann á að skila í næstu viku og fór laugardagurinn að mestu í þá vinnu. Svavar og Hlynur höfðu reyndar verið búnir að plana að hittast tveir á laugardagskvöldið og fá sér viskí og vindil... en þar sem við Rakel getum ekki án þeirra verið, var plönum breytt og við hittumst öll fjögur með barnaflóðið okkar og borðuðum saman og áttum skemmtilegt kvöld.
Dagurinn í dag var svo tekin snemma að venju, enda þurftu allir að fara í sturtu og spariföt fyrir hádegi. Við fórum svo í fermingarveislu til Einars Ágústs upp í Juelsminde en Einar Ágúst er sonur Þórunnar og Steinars og bróðir Emma. Við áttum með þeim frábæran dag í frábæru veðri, en það hafði verið spáð roki, rigningu með tilheyrandi þrumum og eldingum. Og maturinn var algert æði. Það var kokkur sem sá um hann sem heitir Siggi og vinnur sem kokkur á hótelinu í Bygholm Park... og boðið var upp á nautakjöt, hunangsgláða skinku og kjúkling með öllu upphugsanlegu meðlæti og svo fermingarterta, kransaterta ásamt stóru kökuhlaðborði í eftirmat. Það var ekki eldaður kvöldmatur hér í kvöld:)
Setti fullt af nýjum myndum í nýtt albúm.
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef ekki trú á öðru en að bókin sé góð. Frábær helgi hjá ykkur. Bið KÆRLEGA vel að heilsa á 29. Muna þau eftir mér? Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 13.4.2008 kl. 23:27
Takk kærlega fyrir skemmtilegt kvöld og góðann mat....það var bara gaman hjá okkur :)
Gummi minn hvernig er hægt að gleyma þér ??? Hlökkum svo til að hitta þig aftur :)
Rakel (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:31
Hæ velkomin heim. Bókin góð. "Bókin um einhverfu" kom út fyrir helgi. http://www.graenahusid.is/ . Ég ætla að senda þér eintak. Kær kveðja til drengjanna.
kveðja, GUNNA
GUNNA (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:47
Þú ert bara best Gunna mín. Best að ég drýfi mig með Postulín, því að Bókin um einhverfu verður örugglega næsta bók sem ratar á náttborðið mitt þá:)
Kolbrún Jónsdóttir, 14.4.2008 kl. 17:40
Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.4.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.