11.4.2008 | 18:49
Ísland - New York - Ísland - Danmörk
Það hefur margt á mína daga drifið síðan ég skellti inn færslu hingað síðast. Ég fékk það tækifæri að eyða 5 dögum í stóra eplinu New York. Ég er heilluð... mig langar að fara aftur til New York og fá tækifæri til að skoða borgina enn betur. Ég fór með vinnufélögum mínum úr Hólabergi, frábært að hitta allt fólkið aftur. Við skoðuðum þrjár stofnanir fyrir fatlaða í New York, ein stendur alveg uppúr www.nyfac.org ef þið hafið áhuga. Algerlega frábær heimsókn og vítamínsprauta fyrir mig sem þroskaþjálfa. Við skoðuðum líka New York borg, við skoðuðum Ground Zero, Frelsisstyttuna, China Town, Little Italy, Times Sqare, Trump Tower og margt fleira... en það sem stendur algerlega uppúr er Central Park. Við fórum á hjólakerru með leiðsögn um garðinn og var það alveg æðislegt.
Að sjálfsögðu var verslað í New York, enn ekki hvað. Leynivinaleikurinn sem hefur verið í Hólabergi undanfarna daga var endaður... Gummi var minn leynivinur og mig svo innilega grunaði það ekki, jafnvel þótt hann hafi gefið mér kveikjara með drottningarspili... hann hefði ekki getað gefið mér betri vísbendingu en allt kom fyrir ekki, ég var alveg græn. Svo var árshátíð Hólabergs haldin á Planet Holliwood í New York og var það hin besta skemmtun. Nokkrir starfsmenn fengu tilnefningar og bikar til eignar á árshátíðinni og vinnufélagar mínir komu mér rækilega á óvart og færðu mér bikar og gjöf sem á var prentað Drifkraftur Hólabergs 2008. Kærar þakkir fyrir mig kæru samstarfsfélagar:)
Dagarnir liðu fljótt í New York og áður en ég vissi af var ég lent aftur á Íslandi. Ég stoppaði þó ekki lengi á Íslandi í þeirri lotu, aðeins tæpan sólarhring. Ég kvaddi Ísland í algeru vetrarveðri en á leiðinni út á flugvöll var snjór og snjókoma, rok og skafrenningur... og ég sem hélt að það væri að koma vor. Við þurfum meira að segja að bíða út í flugvél í heilan klukkutíma áður en við fórum í loftið vegna þess að það var verið að afýsa flugvélina. Ferðin heim gekk vel með Emilinn minn, jafnvel þótt ég hafi verið að drukkna í farangri. Jebb Iceland Express græddi 3 kg í yfirvikt á mér og var ég látin borga fyrir það 3000 kr, safnast í ferðasjóð starfsmanna þess fyrirtækis heh... en mér finnst það fulllangt gengið að rukka fyrir þetta, við vorum tvo saman að ferðast og vorum semsagt með 1 1/2 kg hvort í aukavikt.
Danmörk tók á móti okkur í sumarlitunum, hér er komið vor svo sannarlega og höfum við séð hér tveggja stafa hitatölur. Mikið var gott að koma heim til fjölskyldunnar, hitta strákana mína og sofa í mínu rúmi. Auðvitað er ég búin að hitta vinina hér líka, en þeirra hafði ég líka saknað undanfarnar vikur.
Það er semsagt allt að komast í fastar skorður í lífinu mínu á ný...
Ég setti inn FULLT af nýjum myndum í nýtt albúm merkt New York 2008.
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
velkomin í faðm fjölskyldunnar, voðalega held ég að "strákarnir" þínir þrír hafi allir verið ánægðir að fá ykkur Emil heim
Rebbý, 11.4.2008 kl. 19:03
Velkomin heim til Danmerkur, frábær hefur feriðin verið.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.4.2008 kl. 21:56
Velkominn heim Kolla mín...
Gott að fá þig heim :)
Rakel Linda (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:14
Hæ hæ. Takk fyrir æðislegan tíma í NY. Velkomin heim. Hlakka til að hitta þig aftur. Reyndu nú að sofa aðeins. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 12.4.2008 kl. 10:39
Velkomin heim Kolla mín,
já þeir eru orðnir mjög strangir hjá Express...
Góða helgi!
Kristbjörg Þórisdóttir, 12.4.2008 kl. 11:33
Takk fyrir N.Y. Kolla, þetta var frábær ferð!
Tómas Ingi Adolfsson, 13.4.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.