28.10.2006 | 20:59
Dagbók til pabba, dagur 1
Elsku pabbi,
Velkominn til New York. Vonandi hefur ferðin gengið vel og við hlökkum til að heyra í þér í fyrramálið. Dagurinn okkar hefur verið viðburðarríkur, en við höfum valið okkur það viðhorf að láta þessa daga líða á skemmtilegan hátt þannig að við höfum minni tíma til að sakna þess að þú sért ekki heima með okkur.
Hér kemur dagbók dagsins okkar:
Hafsteinn fór í afmæli í dag til Gunnlaugs Gísla bekkjarbróður síns. Afmælið var mjög skemmtilegt og meðal annars var farið í legókeppni, það er allir áttu að byggja eitthvað sem þeir völdu sjálfir úr legókubbum og svo var verðlaunaafhending. Aðalsteinn vann keppnina en Hafsteinn fékk líka verðlaun fyrir sitt verk, og ekki af verri endanum, nefnilega Starwars jójó.
Á meðan Hafsteinn var í afmælinu fóru Jón Ingi og Emil að skoða jólalandið sem var opnað í dag í Blómaval. Ekki verra að það var seldur ís á tíkall í tilefni dagsins og rann hann ljúft niður. Emil var mjög hrifinn af jólalandinu en hann var samt meira hrifinn af stóra páfagauknum í Blómavali, þótt hann hafi verið smá hræddur þegar hann gargaði á hann.
Þegar við vorum búin að fá smjörþefinn af jólunum brunuðum við í Toppskóinn en Jóni Inga vantaði nauðsynlega nýja skó, þar sem það kom stórt gat á skóna hans og allt blautt í gegn. Fundum enga skó sem unglingnum langaði í í Toppskónum en fundum aftur á móti ný kuldastígvél handa Emil, nefnilega Bubba Byggir og er Emil alsæll með þau. Fórum svo í Smáralindina og fékk Jón Ingi að kaupa sér tískuskóna í ár, svarta og hvíta.
Við enduðum daginn á McDonalds við mikla hrifningu. Emil var fyrstur til að klára sinn skammt og bað um meira, hehe
Nú er fyrsti dagur að kvöldi kominn, Emil sofnaður og strákarnir stóru að horfa á John Travolta.
Við tókum fullt af myndum í dag handa þér og eru þær vistaðar á barnalandi, svæði yngsta sonar.
Hafðu það gott í New York og við reynum að skrifa annan pistil á morgun.
Jón Ingi, Hafsteinn, Emil og mamma
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 313108
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.