25.10.2006 | 22:36
Kaffibolli á leikskólanum
Emil minn er á alveg hreint frábærum leikskóla, Jöklaborg. Með eldri strákana mína prófuðum við nokkra leikskóla, þar sem við vorum svo mikið að flytja á þeim árum. Engin leikskóli kemst nálægt því að vera eins góður og leikskólinn hans Emils í dag að mínu mati. Það er hreinlega sérvalið starfsfólk í öllum stöðum og virkilega vel hugsað um hann.
Það er hefð í leikskólanum hans að einu sinni í mánuði er kaffidagur á leikskólanum. Þegar maður nær í hann á daginn, þá er manni boðið inn á deildina, barnið býður foreldrum sínum upp á kaffi og maður fær tækifæri til að sjá hvað börnin eru að gera á leikskólanum og tala við aðra foreldra og auðvitað starfsmennina.
Í dag var einmitt kaffidagur á leikskólanum og það er í fyrsta sinn sem ég tek þátt með Emil. Pabbi hans fór síðast. Emil var greinilega farinn að bíða eftir að mamma sín léti sjá sig, því það voru nokkrir foreldrar þegar komnir í kaffið. Þegar hann sá mig, rauk hann upp úr stólnum sínum og sagði mér að hann ætlaði að gefa mér kaffi, og ég sem eiginlega drekk ekki kaffi, varð að þiggja einn kaffibolla. Hann náði sér svo í eins glas og ég, fór í kranann og náði sér í vatn og settist eins og prins við hliðina á mér.
Mér finnst þetta frábær hefð og gerir nálægðina meiri fyrir foreldra að fá að fylgjast með því sem börnin manns eru að gera.
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En sniðugt.....ég sé ykkur alveg í anda, sitja með bollana ykkar og spjalla:)
Berta María (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.