Sælgætishugleiðingar

Mig langar að deila með ykkur sögu sem vinkona sagði mér um daginn.  Við erum nefnilega svo mikið upptekin af því að sykur og sætindi espi börnin okkar upp og geri þau kolvitlaus... eða hvað?

Það var gerð rannsókn um áhrif sætinda á börn.  Haldin voru tvö barnaafmæli.  Í öðru afmælinu var boðið upp á hlaðborð með hnallþórum og öllu því sem börn elska að fá í afmælum, gosdrykkjum og sælgæti.  Í afmælinu var boðið upp á rólega tónlist, börnin fóru í rólega leiki með gestgjöfunum, gerðu jógaæfingar og fleira.  Til að gera langa sögu stutta, þá var þetta mjög rólegt afmæli og börnin alveg til fyrirmyndar.  Í hinu afmælinu var bara boðið upp á hollustu, grænmeti, brauð og ósæta drykki.  En í það afmæli var spiluð hávær tónlist, það kom trúður að skemmta og mikið fjör.... og börnin voru alveg rosalega fyrirferðarmikil og erfið í afmælinu.

Maður spyr sig.... er það alltaf sykurinn sem er að gera vonda hluti fyrir börnin okkar?  Eða getum við stjórnað þessu soldið með umhverfinu??

Börn eru börn og þurfa að fá að vera börn.... vera stundum með læti og gauragang... það er hluti af þroskaferlinu...

Ætla að fara að ná í Emilinn minn bráðum en hann svaf hjá ömmu og afa í nótt.... ætti ég að koma við og kaupa handa honum sleikjó?  Segi svona

Skrifa meira í kvöld og set inn nýjar myndir.....

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ég er alveg sammála þér um að umhverfið skiptir miklu máli og ekki síður en mataræðið. Öll börn þurfa að vita sín mörk og þannig líður þeim best. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að sykur sé enginn eitur...það er hins vegar alltaf spurning í hvaða magni börnin eru að fá sykurinn. Við vitum að sykur er ekki bara til að æsa börn heldur hefur hann líka áhrif á líkamsvöxt og tennur sé hann neyttur í óhófi, svo ég tali nú ekki um sykursýki 2 sem er sífellt að aukast.
Eins með mikil læti og gauragang...auðvitað eiga börn að fá að vera börn og hafa læti inn á milli....en það er í okkar verkahring sem foreldrar að greina hvenær hlutirnir fara úr böndunum.
Gullna reglan hlýtur að gilda í þessu sem og öllu öðru "allt er gott í hófi".....er það ekki bara málið?

Saknaðarknús til þín Kolla mín**

Berta María Hreinsdóttir, 28.3.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Drottinn minn dýri hvað ég er sammála. Svo ég tali nú ekki um hvað börn koma með í nesti í skólann..DÓNT GET MÍ STARTED!!!!!!! Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 28.3.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 312797

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband