27. mars

Tíminn líður... bara 6 dagar þar til ég fer til New York.  Ég er svo sem löngu tilbúin og gæti allt eins farið upp í flugvél í dag...

Við Emil höfum verið dugleg að eyða dögunum hér á Íslandi og höfum verið að hitta fullt af fólki á daginn.  Ég er ekki frá því að hann sé orðin soldið leiður á þessu heh.. en engu að síður þá er hann farin að gera sig heimakomin hvert sem við förum og gengur beint að fataskápum og öðru, alveg eins og hann eigi heima allssstaðar.

Í fyrrakvöld fór ég að hitta bekkjarsystur mínar úr Þroskaþjálfaskólanum en útskriftarhópurinn hittist alltaf nokkrum sinnum á ári.  Það var bara gaman að hitta hópinn, og sjá að við höfum barasta ekkert breyst heh.  Allt mjög góðar stelpur.  

Guðrún, ég og ÁsaÍ gær hitti ég svo þær Guðrúnu Hilmars og Ásu en þær stöllur var ég alltaf með þegar ég var í FB (Fjölbraut í Breiðholti) og þrátt fyrir að ég hafi útskrifast þaðan fyrir 18 árum síðan, þá höldum við góðu sambandi enn í dag og hittumst nokkrum sinnum á ári.  Það var skemmtilegt í gær að stóri strákurinn hennar Guðrúnar sem er 17 ára tók mynd af okkur en ég á mynd af Guðrúnu heima hjá mömmu og pabba á Barónsstígnum þar sem hún er kasólétt af stóra stráknum, sem er víst komin með kærustu og alles.  Maður bara skilur þetta ekki, ég sem aldrei eldist neitt hehh.

En það var mjög gaman að hitta Guðrúnu og Ásu í gær og höfðum við um nóg að tala, enda soldið síðan við hittumst síðast.  En mikið er það frábært að þekkja svona æðislegar stelpur:)

Fyrir utan þessar stórskemmtilegu heimsóknir, þá höfum við Emil heimsótt leikskólann Jöklaborg þar sem tekið var á móti Emil með hverju faðmlaginu á eftir öðru... allt virðist óbreytt þar og fóstrurnar sem Emil finnst svo skemmtilegar eru á sínum stað og vinirnir hans voru líka á sínum stað.    Þá heimsóttum við Emil líka SSR í gærmorgun og þar var líka vel tekið á móti okkur... SSR konfektið tekið upp afþví að við vorum sérstakir gestir heh.. krúttlegt.  En ég náði að hitta þar Guðný Önnu, Lone og Bjargey, auk þess sem ég kastaði kveðju á fleiri.

Þannig að við höfum það semsagt ágætt á Íslandi.  Emil er að fara til ömmu sinnar og afa í dag og ætlar að gista þar í nótt... hann er fyrir lifandis löngu búin að taka sig til, aukaföt og tannbursta og bíður nú eftir afa (jafnvel þótt ég sé margbúin að segja honum að hann komi bara alls ekkert strax).  Það lítur því út fyrir algeran dekurdag hjá mér í dag... ætla að hitta Freydísi, Söndru og Fríðu í hádeginu og svo er stóri New York ferðafundurinn í kvöld og örugglega smá skrall með hópnum eftir hann.  

En þetta er svona sirka lífið mitt í dag.  Ég setti inn nýjar myndir í nýtt albúm, jafnvel þótt ég hafi ekki verið neitt voðalega dugleg með myndavélina síðustu daga

Farin út í daginn

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og takk fyrir síðast :)

Það var gaman að hitta þig og Emil um daginn ! Nú verður þetta ein af síðunum sem maður á eftir að kikja á á milli brjóstagjafa og þvotta hehehe Nauðsynlegt að fylgjast með hvernig húsmæður í Horsens hafa það !

 Kærar kveðjur Guðrún Lilja

Guðrún Lilja (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Góða ferð út Kolla mín. Vona þið hafið átt ánægjulega páska. Til lukku með eiginmanninn.

Bestu kveðjur frá Kiddu.

Kristbjörg Þórisdóttir, 27.3.2008 kl. 17:05

3 identicon

Hæ Kolla.  Rosalega var gaman að hittast í gær og við jafnvel unglegri en í FB, myndin sannar það ;o)  Hafðu það sem allra best í stóra eplinu........geggjuð borg, endalaust hægt að skoða og njóta lífsins þar.  Kv. Guðrún

Guðrún Hilmars (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:57

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir heimsóknina, alveg spes vatnskveðjur til Emils. Ég geymi myndina hans!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:32

5 Smámynd: Rebbý

heyrðu - gott ef það er ekki satt hjá Guðrúnu Hilmars að þið eruð unglegri en þið voruð í FB allar þrjár, vona að ég sé það líka  heheh
bið að heilsa þeim næst þegar þú sérð þær

Rebbý, 27.3.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 312797

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband