Jólin koma

Það er bara miður október og inn um lúguna mína berast fullt af auglýsingasneplum með jólaskrautaauglýsingum.   Ætli við Íslendingar séum með þeim fyrstu í heiminum til að undirbúa komu jólanna?  Þurfum við alltaf að vera fyrst í öllu?

Mér reyndar finnst jólin æðislegur tími og er algert jólabarn.  Finnst rosalega gaman að eiga skemmtilegt jóladót og er með söfnunaráráttu í jólaskrauti.  Ég er búin að safna Georg Jensen óróum í mörg ár og auk þess er ég að safna íslensku jólasveinunum frá jólahúsinu á Akureyri.  Skemmtilegast við jólin finnst mér samt þær fjölskylduhefðir sem eru í okkar fjölskyldum.  Það er alltaf kalkúnaveisla með allri fjölskldunni í byrjun aðventu, algerlega æðislegur matur.  Svo kemur jólahlaðborðið og í ár er stefnan haldin á Gullhamra en þar eiga víst að vera voða fínir kokkar.  Svo er það skatan með allri stórfjölskyldunni á þorláksmessukvöld.  Heimsókn í kirkjugarðinn er ómissandi snemma á aðfangadagsmorgun og svo er gæðastund okkar hjóna mjög seint á aðfangadagskvöld þar sem við fáum okkur smá koníak og opnum jólakortin.  Ekki má gleyma spennunni við að kaupa jólatréð.  Í fyrra fékk ég að ráða og keypti bara lítið tré.  Árið þar áður fékk aftur á móti húsbóndinn sem er mikið jólabarn að fara einn og kaupa jólatréð og þegar hann kom með það heim fannst mér ég vera orðin einn af aðalleikurunum í Christmas vacation.  Þvílík stærð á einu tré enda komst það ekki inn og þurfti að saga af því, vegna þess að það var hærra en lofthæðinn í húsinu mínu.

En mér finnst miður október frekar snemmt til að fara að auglýsa jólaskrautið.   Verð þó að viðurkenna að ég las rúmfatalagersbæklinginn í tætlur sem kom inn um lúguna í dag og fann það út að ég yrði að gera mér leið í Rúmfatalagerinn til að kaupa mér stútfulla fötu af piparkökumótum.  Er þetta bilun eða er þetta góð markaðssetning.

Jæja, gellurnar úr vinnunni sem eru í undirbúningsnefndinni fyrir Boston eru að koma til mín og ég verð að sýna þeim hvað er fínt hjá mér, þannig að þær flýi ekki út, muhahahha

 

KOlbrún out 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband