19.10.2006 | 19:27
Jólin koma
Það er bara miður október og inn um lúguna mína berast fullt af auglýsingasneplum með jólaskrautaauglýsingum. Ætli við Íslendingar séum með þeim fyrstu í heiminum til að undirbúa komu jólanna? Þurfum við alltaf að vera fyrst í öllu?
Mér reyndar finnst jólin æðislegur tími og er algert jólabarn. Finnst rosalega gaman að eiga skemmtilegt jóladót og er með söfnunaráráttu í jólaskrauti. Ég er búin að safna Georg Jensen óróum í mörg ár og auk þess er ég að safna íslensku jólasveinunum frá jólahúsinu á Akureyri. Skemmtilegast við jólin finnst mér samt þær fjölskylduhefðir sem eru í okkar fjölskyldum. Það er alltaf kalkúnaveisla með allri fjölskldunni í byrjun aðventu, algerlega æðislegur matur. Svo kemur jólahlaðborðið og í ár er stefnan haldin á Gullhamra en þar eiga víst að vera voða fínir kokkar. Svo er það skatan með allri stórfjölskyldunni á þorláksmessukvöld. Heimsókn í kirkjugarðinn er ómissandi snemma á aðfangadagsmorgun og svo er gæðastund okkar hjóna mjög seint á aðfangadagskvöld þar sem við fáum okkur smá koníak og opnum jólakortin. Ekki má gleyma spennunni við að kaupa jólatréð. Í fyrra fékk ég að ráða og keypti bara lítið tré. Árið þar áður fékk aftur á móti húsbóndinn sem er mikið jólabarn að fara einn og kaupa jólatréð og þegar hann kom með það heim fannst mér ég vera orðin einn af aðalleikurunum í Christmas vacation. Þvílík stærð á einu tré enda komst það ekki inn og þurfti að saga af því, vegna þess að það var hærra en lofthæðinn í húsinu mínu.
En mér finnst miður október frekar snemmt til að fara að auglýsa jólaskrautið. Verð þó að viðurkenna að ég las rúmfatalagersbæklinginn í tætlur sem kom inn um lúguna í dag og fann það út að ég yrði að gera mér leið í Rúmfatalagerinn til að kaupa mér stútfulla fötu af piparkökumótum. Er þetta bilun eða er þetta góð markaðssetning.
Jæja, gellurnar úr vinnunni sem eru í undirbúningsnefndinni fyrir Boston eru að koma til mín og ég verð að sýna þeim hvað er fínt hjá mér, þannig að þær flýi ekki út, muhahahha
KOlbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.