Nú er runnin upp síðasti dagurinn sem ég er bara 37.... Ég hef að sjálfsögðu í gegnum tíðina fengið margar góðar afmæliskveðjur. Það jafnast samt engin kveðja á við þessa sem maðurinn minn setti inn á bloggið sitt fyrir þremur árum... þykir ótrúlega vænt um þessa afmæliskveðju
Hún á afmæli í dag
Kolla, konan mín, á afmæli í dag.
Við höfum deilt saman undanförnum tólf árum, ýmist í Mosfellsbæ, Grafarvogi, Miðbænum og núna í Breiðholti. Hvert ár hefur verið dýrmæt lífsreynsla.
Ég ætla ekki að halda því fram að ég skilji konur eftir öll þessi ár, ég meina .... ég er ekki langskóla gengin eða neitt soleiðis......
En ég er nokkru nær því að vita hvað hamingja er.
Kolbrún er hamingja, plain and simple.
Ég elska þig Kolla mín.
Eftirminnilegasta afmælisveislan sem ég hef haldið var örugglega þegar ég var 35 og Hlynur 30... þvílíkt gaman það kvöld. Á morgun verður nú ekki mikið tilstand.... en ætla samt að eyða kvöldinu með góðu fólki og hver veit nema maður fái sér nú aðeins í aðra tána heh. Ég er á þeirri skoðun að hverjum einasta afmælisdegi eigi að fagna, því maður fékk eitt ár í viðbót:)
Annars lítið að frétta.... erum reyndar búin að vera í smá vandræðum með nágranna okkar sem finnst sopinn aðeins of góður fyrir okkar smekk.... Hlynur er að fara til Þýskalands á eftir til að birgja okkur upp af fljótandi veigum.... allt tómt í kotinu núna og við ekki getað farið vegna þess að það er ekki hægt að nota skottið á bílnum okkar.... Svavar og Hlynur ætla því að renna þetta bara tveir og fylla eins og einn FORD.
Hlökkum til að hitta ykkur öll á Íslandi (EFTIR ÞRJÁ DAGA)..... mamma er búin að bjóða í fisk á sunnudaginn, namm (Mamma, Hlynur tengdasonurinn spyr hvort það sé einhver möguleiki á því að hann fái BÓNUS hrásalat með fiskinum, hann hefur þokkalega saknað íslenska hrásalatsins)
Enjoy
Kolbrún
Athugasemdir
Æðisleg afmæliskveðja. Góða skemmtun í kvöld. Bið að heilsa öllum. Gangið hægt inn um gleðinnar dyr. Hlakka til að sjá ykkur á fróninu. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 13.3.2008 kl. 09:40
Ætlaði nú að vera á undan þér með afmælishugleiðingarnar, en tókst ekki.
Vissulega falleg kveðja frá bóndanum og það er satt að það var gaman í 65 ára afmælinu ykkar - við Dóra allavega skemmtum okkur konunglega.
Vænti þess nú að rekast ekki á ykkur á flakkinu um páskana, en vona að þið skemmtið ykkur vel á landinu og Kolla mín ...... TIL LUKKU MEÐ MORGUNDAGINN .... skil ekki hvað þú ert að verða miklu eldri en ég
Rebbý, 13.3.2008 kl. 20:36
Rómantískur krúttköggull maðurinn þinn :)
Rakel Linda (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:11
Til hamingju með afmælið, Kolla mín! Þú ert svo bráðung, að það er nú bababab.... Eigðu góða Íslandsdvöl og láttu sjá þig í Múlanum!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:19
Erla
Erla (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 00:04
Til hamingju með afmælið ég verð greinilega fyrst til að óska þér þess á sjálfan afmælisdaginn, hafðu góðan dag
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:25
Aha Erla var á undan ég hef greinlega verið svona lengi að lesa hahah
Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:26
Hún á afmæli i dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Kolla
Hún á afmæli i dag
Kvedja Gauja og familie i Morsevangen
Gauja (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 07:43
Elsku Kolla Mín...
Til hamingju með afmælið.
Hlakka til að hitta ykkur í kvöld.
Bestu kveðjur Rakel Linda og strákarnir
Rakel Linda (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 07:56
Til hamingju með afmælið í dag. Vonandi skemmtið þið ykkur vel í kvöld. Sjáumst á sunnudaginn
.
Kv, Helga
Helga Jónsdóttir, 14.3.2008 kl. 08:07
Elsku besta Kolla.
Innilega til hamingju með daginn, hlökkum til að hitta ykkur í kvöld:)
Vonandi færðu gott stjan frá krúttkögglinum í dag. hehe:)
Knús og kossar þangað til í kvöld
Berta María Hreinsdóttir, 14.3.2008 kl. 12:10
Hæ Kolla, til hamingju með afmælið í dag. Vonandi áttu góðan dag og kannski náum við að hittast þegar þú kemur heim.
Guðrún Hilmars (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:42
Elsku Kolla til hamingju með daginn og góða ferð "heim". Bestu kveðjur
Dóra (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 16:58
Til hamingju með daginn og góða skemmtun í kvöld.
Ingi Geir Hreinsson, 14.3.2008 kl. 18:09
Til hamingju með daginn
Rómantískur krúttköggull...öllu má nú nafn gefa...hahaha
Vilborg, 14.3.2008 kl. 20:26
Til hamingju með daginn elsku Kolla min,og þú hefur örugglega skemmt þér vel í kvöld,
Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:05
Cher amiJoyeux anniversaire cher Kolla, être dans l'attente pour voir vous et votre famille en Islande.Bien à vous, Guðrún, Óskar et Erla Björg
Guðrún, Óskar et Erla (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.