Páska hugvekja í mínu boði

Nokkrir dagar í Páska, aðra af heilugustu hátíðum okkar Íslendinga.  Fyrir mér í dag snúast þessir heilugu dagar aðallega um FRÍ... fjölskyldan er í fríi saman.  Ég hef aldrei alist upp við það að fara í kirkju, hvorki á jólum né páskum.  Reyndar finnst mér íslenska þjóðkirkjan sú allra leiðinlegasta, það er ekki fyrir mig að sitja undir sálmum og formlegheitum þjóðkirkjunnar.  Afhverju þarf kirkjan að vera svona?  Það eru trúarlegir söfnuðir út um alla borg sem eru með mun líflegri guðþjónustur, jafnvel Gospel.... Ég er í raun ekkert hissa á því að fólk sé að skrá sig úr þjóðkirkjunni í lange baner. 

Bestu minningar mínar frá páskum eru að sjálfsögðu páskaeggin.  Ég fékk alltaf páskaegg frá Nóa númer 4.  Enda kannski engin önnu páskaegg sem komast í hálfkvist við Nóa Páskaeggin.   En eins og annað, hafa páskaeggin  breyst með árunum... hvað varð um stóra þykka botninn sem var bestur?  Og hvers vegna í óskupunum þarf að pakka öllu namminu sem er inn í páskaegginu í einhverja plastpoka.  Mér fannst það hluti af stemmningunni að fá fullt páskaeggið af "bland í poka".  Ég held nú samt reyndar að við Íslendingar eigum bestu eggin, þrátt fyrir breytingarnar á þeim, allavega eru páskaeggin í Danmörku tóm... hvað er gaman af því?  Við hjónin höfum frá upphafi tekið upp þann sið að strákarnir okkar fá sín páskaegg eftir að hafa farið í ratleik á heimilinu og þannig myndum við spenning hjá þeim sem við vildum ekki fara á mis við.  Þótt stóru strákarnir séu orðnir stórir, þá tja allavega Hafsteinn kallar eftir því að við höldum þessum sið áfram.

Annað sem ég hef alltaf látið fara í taugarnar á mér í kringum páskana er það, að það er allsstaðar lokað.  Það hefur ekki einu sinni verið hægt að fara út í búð og kaupa sér gos.... en það hefur nú sem betur fer aðeins breyst til batnaðar með árunum....það er yfirleitt hægt að finna eitthvað opið á þessum dögum.   Ég hef oft hugsað til aumingja ferðamannanna sem eru á Íslandi yfir páskana... þeir geta ekki einu sinni keypt sér að borða. 

Ég er kannski voðalega neikvæð í þessari færslu og vil því taka það fram að ég á mína barnatrú og er í íslensku þjóðkirkjunni...  enda snýst trú ekki um einhverja ákveðna daga á árinu.  Ég hef meira að segja lesið Biblíuna að stóru leyti...

En þetta eru samt pælingar!!!!

image_easter002

 

 

 

 

 

 

 

Annars hefur helgin verið ljúf... við höfum í raun ekki gert neitt nema njóta þess að vera í fríi, borða vöfflur og góðan mat og vera með góðu fólki.

Kolbrún out 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ha, er búið að breyta Páskaeggjunum?? Finnst þetta allt sama sukkið frá ári til árs. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 9.3.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já það er gaman að halda í þann sið að láta börnin leita að páskaeggjunum á páskadag, og að fara í kirkju, það er fátt annað leiðinlegra, mér finnst það ætti að vera meiri gleði og skemmtilegur söngur í kirkjum þá kanski myndi maður fara oftar.

Varstu búin að lesa færluna sem ég kvittaði í síðustu færlsu hjá þér ??

Guðborg Eyjólfsdóttir, 10.3.2008 kl. 08:19

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Hæ Guðborg,

Búin að lesa og við þiggjum boðið með þökkum.  Hlökkum til að hitta ykkur 

Kolbrún Jónsdóttir, 10.3.2008 kl. 08:24

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Sjáumst fljótlega.

Ingi Geir Hreinsson, 10.3.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband