Bland í poka

Ef allt fer sem horfir er ég að byrja í skóla í haust, í KHÍ.  Ég ætlaði mér auðvitað eins og ég hef tjáð mig um hér áður að hefja mastersnám í stjórnun en eftir langt samtal við KHÍ í dag fékk ég að vita að það mun ekki ganga upp í bili.  Þar sem ég útskrifaðist úr gamla Þroskaþjálfaskólanum, þá fékk ég ekki BA gráðu eins og þeir sem útskrifast sem þroskaþjálfar í dag.  Engu að síður er ég með sömu starfsréttindi og aðrir þroskaþjálfar, BA eða ekki.  Reglurnar hafa alltaf verið þannig að allir þroskaþjálfar geti sótt um mastersnám en það þurfti auðvitað að breyta því í fyrra... þannig að nú getur engin byrjað í mastersnámi án þess að hafa BA gráðuna.  Ég mun því sækja um að klára BA gráðuna og stefni á að byrja á því í haust.  Þetta eru 15 einingar sem ég þarf að bæta við mig og skiptist þannig að ég tek tvö fög á haustönninni og svo lokaverkefnið BA ritgerðina á vorönninni.  Því miður þarf ég að koma heim til Íslands tvisvar á haustönninni til að sitja í kennslulotu  hehe eins og mér finnist það leiðinlegt NOT, en lokaverkefnið á ég að geta tekið hér úti án þess að koma til Íslands.  Þannig að það er þá bara að skella sér í aðferðarfræðina í haust og auk þess að velja eitthvað eitt valfag... ég á vonandi eftir að rúlla þessu upp, jafnvel þótt ég hafi ekki verið í skóla síðan 1994. 

cartoonGrad

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Máttur bloggsins er mikill greinilega.  Við tókum eftir því að starfsmaður úr tjónadeildinni hjá Sjóvá tryggingum kommentaði á bloggið hjá Hlyni í gær og bað okkur að hafa samband.  Afskapalega skrýtin leið.  Ég hafði samband við hana í morgun og var hún þá komin með bréf frá dönsku tryggingarfélagi um það að Hlynur hafi lent í árekstri hér í Danmörku og verið í 100% órétti og Sjóvá beðið um að greiða allan skaða... það skal tekið fram að þetta var bréf frá tryggingarfélagið fremmsta bílsins og það tryggingarfélag og tryggingarfélag aftasta bílsins hafa greinilega ekki talað saman, því að við höfum fengið staðfestingu á því nú þegar frá þeim að við séum í 100% rétti.  Hlynur gaf Sjóvá allar upplýsingar um þessi tryggingarfélög í dag og sagði þeim að tala saman.  Ég er ekki alveg að nenna einhverju veseni en vonandi leysist þetta bara farsællega:)

Viljið þið meira....

Jón Ingi er nú á sínu fyrsta föstudagsdiskóteki.... alvöru diskótek sem er ekki búið fyrr en hálf ellefu.  Hann var þokkalega rogginn með sig þegar ég keyrði hann þangað í kvöld og sagði mér að ég skyldi nú ekki búast við því að hann myndi hringja og biðja okkur að sækja sig fyrr en ballið væri alveg búið.... flott fannst honum að fá að fara svona á föstudagskvöldi og líka auðvitað að fá að vera svona lengi úti.  Spurning hvort hann sé farinn að kíkja á stelpurnar, allavega sagði hann okkur í dag að stelpurnar í hans árgangi væru byrjaðar að mála sig.. heh.  

Ég óska ykkur góðrar helgar.... við ætlum að sjálfsögðu að eiga skemmtilega helgi hér í Danmörku - enn ekki!!!!!

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Gat verið að KHÍ væru búnir að breyta reglunum!! En gott hjá þér að ætla að klára BA:)

Jón Ingi á örugglega eftir að vera í essinu sínu í kvöld:)

Berta María Hreinsdóttir, 7.3.2008 kl. 20:16

2 Smámynd: Rebbý

þú brillerar örugglega í þessu eins og öllu öðru námi
en skondið að fá comment á bloggið með tryggingarnar - ótrúlega tæknivætt eitthvað   hehe

Rebbý, 7.3.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Kolla mín, Þú rúllar BA gráðunni...þekkir þú þig ekki?? Jón Ingi á eftir að hafa GAMAN í kvöld með dömunum....Góða helgi og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 7.3.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ekki spurning Kolla þú átt eftir að rúlla þessu námi upp, frábært hjá þér að drífa í þessu.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.3.2008 kl. 23:58

5 identicon

gott hjá þér að drífa þig í námið, mér finnst mjög fúlt að þurfa að taka þessar 15 einingar fyrst, sérstaklega finnst mér það lélegt að þeir auglýstu aldrei þegar þeir ákvaðu að hætta að hleypa okkur inn sem erum með gamla prófið. Helga Andrésar og að ég held Ragnhildur Helga eru í þessu núna.

Dóra (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband