6.3.2008 | 20:36
Ég á leynivin
Ég á leynivin... einhversstaðar á Íslandi. Ég er einnig leynivinur einhvers á Íslandi sem hefur ekki hugmynd um að ég sé leynivinur hans/hennar.... Í tengslum við ferðina til New York þá hefur verið startað þessum leynivinaleik....og mér finnst þetta bara gaman, enda er ég að taka þátt í svona leik í fyrsta sinn. Leikurinn mun svo formlega enda á árshátíðinni í New York en allir eiga þá að koma með lítinn pakka til leynivinar síns og leynivinurinn á að fatta hver maður er þegar hann opnar gjöfina. Ég fékk leynivin sem ég á auðvelt með að gefa gjöf, það er hann/hún mun fatta alveg örugglega að ég sé leynivinurinn.... Nú er bara að fá hugmyndir frá ykkur hvað ég get gert fyrir leynivininn minn þangað til án þess að hann/hún fatti hver ég er. Er einhver með hugmyndir fyrir mig??? Sendið mér mail....
Í kvöld borðuðum við með Rakel og Svavari og strákunum þeirra. Við erum búin að eiga saltlæri í frysti í marga mánuði og stóð alltaf til að elda það á sprengidag.... það var loksins eldað í kvöld og stóð alveg undir væntingum með uppstúf, rófustöppu og tilbehör. Skolað niður með malti og Egils appelsíni. Við Íslendingar eigum besta mat í heimi, það er engin spurning. Aðrar þjóðir blikna í samanburðinum.
out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir matinn, hann var góður
Hvað er svo í matinn á morgun..he he
Rakel (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:58
Rakel... komdu okkur á óvart. Við mætum kl 18:30
Kolbrún Jónsdóttir, 6.3.2008 kl. 21:01
Velkomin Kolla mín, Hlynur minn, Jón Ingi minn, Hafsteinn minn og Emil minn
Rakel (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:06
Mér hefur aldrei þótt girnilegt saltlæri þegar ég hef séð það í búðarhillum, þannig að ég hef ekki lagt í að kaupa það, ég bara spyr hvernig er þetta, er þetta bara alveg eins og að borða saltkjöt, og sýður þú þetta í potti eða hvernig eldar þú þetta ?
kv. Guðborg í bloggfríi
Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.3.2008 kl. 07:26
Hæ Guðborg... saltlæri er bara saltkjöt án fitu... ég sauð það í gúndapottinum inn í ofni og hafði sama meðlæti og með saltkjöti. Kjötið sjálft hefði mátt vera aðeins meira salt, en það var gott.
Prufaðu...
Kolbrún Jónsdóttir, 7.3.2008 kl. 07:45
Ég og Google erum bestu vinir:)
Kolbrún Jónsdóttir, 7.3.2008 kl. 19:38
Já ætla að prufa þetta, ég elska saltkjöt
Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.3.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.