5.3.2008 | 19:11
Sjónvarp - tv - television
Já, ég er alveg í blogg gírnum þessa dagana, þið losnið ekkert við mig. Enda þokkalega ykkar val að koma í heimsókn til mín hingað á bloggið. Ég nota bloggið mitt til að fá útrás fyrir það sem ég er að hugsa og einnig nota ég það sem einskonar dagbók....
það voru mikil viðbrigði fyrir okkur að flytja úr Jöklaselinu, hingað til Horsens. Við erum í helmingi minna húsnæði hérna og þar af leiðandi er helmingurinn af búslóðinni okkar í geymslu á Íslandi, bróðurlega skipt á milli fjölskyldumeðlima heh. Eitt sakna ég mest úr búslóðinni minni.... ég hefði átt að taka eitt sjónvarp í viðbót með hingað út. Ég hef vanist því að vera með sjónvarp í svefnherberginu og hef ekkert þar núna.....og ég tými ekki að kaupa mér annað sjónvarp. Hélt ekki að ég myndi sakna þess svona mikið. Mér finnst hrikalega gott að sofna yfir sjónvarpinu en best fannst mér þó að kveikja á barnaefninu um helgar og fá tækifæri til að kúra aðeins lengur. Núna er engin miskun á heimilinu, fara niður kl 7 allar helgar og horfa á barnatímann þar. Kannski að ég kaupi mér bara nýtt sjónvarp... Ég reyndar kom með snilldar hugmynd um jólin og stakk upp á því að við myndum gefa Emil McQueen sjónvarp í jólagjöf og sá fyrir mér að þá myndi ég slá tvær flugur í einu höggi, en fyrir ykkur sem enn hafið ekki komið í heimsókn til okkar, þá deilir Emil herbergi með okkur. Þessi hugmynd var slegin út af borðinu:(
Ég skal þó viðurkenna að ég var miklu háðari sjónvarpinu heima á Íslandi en ég er hér.... Boston Legal, House, íslenska idolið/xfactor, glæstar vonir og svo fulllttt af fleiri þáttum sem ég gat ekki misst af.
Læt staðar numið hér, áður en ég missi mig í vitleysunni
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ohhh aldrei verið eins hamingjusöm með herbergið mitt eins og eftir að ég flutti og tók bara eitt sjónvarp í íbúðina .... það er meira að segja ekki nema 21" svo ég varla sé á það í stofunni
Rebbý, 5.3.2008 kl. 21:11
Góða besta bombaðu þér á eitt tíví tæki. Þú sérð ekki eftir því.
Guðmundur Þór Jónsson, 6.3.2008 kl. 13:02
Er ekki bara gaman að drífa sig á fætur eldsnemma þegar það er frídagur
Ingi Geir Hreinsson, 6.3.2008 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.