Ég á mörg hús!!!

Ég man vel eftir því þegar ég var að alast upp, þá fann maður sér ýmsa leiki til að leika enda var ekki um að ræða tölvur í þá daga.  Ég lék mér í barbí, lita, safna sérvéttum og allskonar öðrum hlutum en mest held ég þó að ég hafi leikið mér útivið, bæði í eina krónu, teygjó, húllahopp, parís og öðrum leikjum.  

Þegar ég var enn yngri fannst mér mjög gaman að búa mér til hús inn í íbúðinni okkar.  Notaði til þess stóla og teppi og gerði mér hreiður.  Stóru strákarnir mínir léku ekki þann leik þegar þeir voru litlir, nema ég sé svona agalega fljót að gleyma.  Aftur á móti er litla barnið mitt í þessum leik alla daga hér heima.  Hann tekur borðstofustólana alla og leggur þá á hliðina í stofunni, tekur líka triptrap stólinn sinn og jafnvel notar sófasettið til að búa sér til hús og svo sest hann í húsið sitt og leikur sér þar.  Engin má hreyfa við stólunum hans, hhmmmm húsinu hans... og hann passar mjög vel upp á það.  Það hefur jafnvel kostað læti að fá að reisa stólana upp til að fjölskyldan geti borðað saman kvöldmat, við erum þá jú að eyðileggja húsið hans.  

Við höfum leyft honum að leika þennan leik því honum finnst þetta verulega gaman.  Aftur á móti verð ég stundum þreytt á því að íbúðin mín sé alltaf í rúst og stólar um alla stofu... nei ég meina hús út um alla stofu.

Þetta hlýtur að líða hjá með árunum

Over and out í kvöld, ætla að rífa niður hús litla mannsins fyrir nóttina...þannig að hann geti byrjað að reisa frá grunni á morgun

Kolbrún

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vill bara kvitta fyrir mig og segja það að ég er nörd... Skoðaði þitt "Þú veist að það er árið 2006" og fékk það staðfest að ég væri algjör...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.10.2006 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 313103

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband