4.3.2008 | 19:26
Snakker du dansk?
Ég man hvaða fög mér fannst leiðinlegust þegar ég var í skóla. Danska og Enska, svo ég tali nú ekki um Þýskuna.... enda er ég engin tungumála manneskja. Það er mér eðlislægt að tala mikið og ég verð að geta talað hratt og því hentar mér best að nota bara íslenskuna. Ég tók út fyrir tungumálatímana þegar ég var í skóla og kveið þeim, en aftur á móti hlakkaði ég til stærðfræðitímanna, þar var ég á heimavelli. Ég gerði óspart grín af dönskunni þegar ég var í skóla og faldi það ekki að mér fannst ekki mikið til tungumálsins koma, kartöflubrandarinn oft notaður í því sambandi. Hlynur sagði mér reyndar frekar fyndin brandara um daginn. Þegar guð var að útdeila tungumálum til landa heimsins úr tungumálapokanum sínum, þá gleymdist eitt land, nefnilega Danmörk. Þannig að hann tók pokann með tungumálunum og hristi úr honum mylsnuna yfir Danmörk....
Frá því ég kom til Danmerkur hefur ekki mikið bæst í dönsku kunnáttu mína, enda er ég ekki í neinum tengslum við Dani. Ég er þó búin að rifja aðeins upp skóladönskuna mína og er svona mellufær. Yngsti sonur er ekki sammála þar. Hann tilkynnti mér það í dag að allar mömmurnar á leikskólanum töluðu dönsku nema ég og að ég yrði að tala dönsku eins og allar hinar mömmurnar. Ætli hann skammist sín fyrir tungumálaerfiðleika mömmu sinnar? Hann nefnilega er líka farin að leiðrétta dönskuna mína og er þá fokið í flest skjól, 4ja ára gutti að ritskoða tungumál mömmu sinnar. Ég skal skilja það að Oswald er ekki borið fram Oswal heldur OSWELL. Og hann verður bara reiður!!!
Ég vona nú samt að ég verði ekki sú sem flytur aftur heim til Íslands eftir 2 ár og það eina sem ég kunni að segja er en pose eller to pose.... heh
Reyndar eitt í lokinn...... samlandar okkar hér í Danmörku sem hafa komið hingað með opnum huga og ætlað að kynnast Dönum og eignast Dani sem vini hafa oft rekið sig á veggi hér. Danir vilja ekkert endilega kynnast okkur. Til að mynda myndir þú aldrei banka upp hjá Dana og spyrja hvort hann eigi kaffi án þess að gera boð á undan sér, það verður að panta tíma hjá Dönunum. Ein sem ég þekki hérna í Horsens, fór að ræða þessi mál við starfsmenn leikskóla og fékk þau svör, vertu ekki að láta þetta pirra þig, njóttu þessara ára hér í Danmörku MEÐ ÞÍNUM SAMLÖNDUM!!!
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
en Kolla mín, þú stóðst þig vel í dönskunni og enskunni og þýskunni - ég allavega náði öllum prófunum bara með því að yfirfara kunnáttuna þína því aldrei las ég kennslubók í erlendu máli
Rebbý, 4.3.2008 kl. 20:45
uss Rebby.... og þú segir frá þessu. Stundum er gott að vera no name í netheimum. En ég náði nú sem betur fer prófunum í tungumálum, fyrir utan fallið á samræmdu prófunum í ensku.....en mikið djöfull þurfti ég að hafa fyrir því.
Kolbrún Jónsdóttir, 4.3.2008 kl. 20:53
Ussuss Rebby. Maður segir aldrei frá svona löguðu sko. Ég var nú svo heppin að ná samræmda prófinu í ensku strax en stærðfræðin aftur á móti lá ekki mjög vel fyrir mér en náði samt í fyrstu tilraun en ekki mikið meira en það. Kolbrún mín þú hefur alltaf verið með fullkomnunaráráttu og skólabækurnar engin undantekning í því. Ég man það að þú varst aldrei ánægð nema þú fengir helst 9 eða 10 í prófum. Vildir ekkert meðaltal eins og flestir sætta sig við.
Helga Jónsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:11
Kolla. Þú reddaðir mér MIKIÐ úti sko. Þú ert góð í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. En mikið rosalega hafið þið kynnst öðruvísi Dönum en ég. Ætla aðeins að skoða það mál. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 4.3.2008 kl. 22:03
Sæl Kolbrún!
Ja, þú segir fréttirnar. Annars allt gott héðan, ÓJ á útleið á fös. Þeir eru mjög uppteknir þannig ekki búast við neinu. Lýst "skrambi" vel á uppskriftina þína og ætla að láta hana ganga aðeins hérna innandyra. Er með 17 barna eða næstum því unglinga afmæli á fös. 7. fleiri strákar en stelpur munar einum. Það veruður sennilega stuð, heyrumst seinna, kveðja Ella.
Ella G (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.