3.3.2008 | 19:57
"Tengdadóttirinn"
Emil minn vill ekki leika við stelpur.... allavega segir hann það og segist aldrei leika við stelpur á leikskólanum. Hann reyndar setur upp hneyklissvip þegar ég spyr hann út í stelpurnar á leikskólanum og segir að mamma sé eina stelpan sem sé vinkona hans. Stóru strákarnir voru auðvitað svona líka, en í dag hefur það breyst....
Ég held að það hljóti að hafa breyst hjá Emil mínum í dag líka. Ég held bara að hann hafi orðin skotinn í stelpu í dag heh. Áróra, 5 ára stelpa sem býr hér í nágrenninu kom í dag til okkar með mömmu sinni og pabba. Emil hefur stundum hitt Áróru áður, en aldrei sýnt henni nema hæfilegan áhuga. Í dag fékk Áróra alla athygli Emils og allan þann tíma sem þau léku saman í dag hló Emil. Hann hlýtur að hafa fengið harðsperrur í magann drengurinn. Hann hringsnérist í kringum hana hreinlega. Þau byggðu sér hús úr kubbum, hús með bílskúr og skemmtu sér svo við að setja á sig tattoo. Áróra setti tattoo á magann á sér við mikla kátínu Emils og ætlaði hann að toppa hana með því að setja tattoo á rassinn á sér. Þá var leikurinn stoppaður af!!!
Þegar Áróra kvaddi svo Emil í dag.... sagði hann BLESS ÁRÓRA HLYNSSON. Ekki ráð nema í tímann sé tekið, hún á að fá eftirnafnið hans........ gaman af þessu.
Setti inn nokkrar myndir af þeim í nýtt albúm, það var svo fyndið og gaman að fylgjast með þeim í dag. Ég hef aldrei séð Emil svona áður.....
Over and out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki gott að byrja snemma að leita að sinni tilvonandi..hehe. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 3.3.2008 kl. 21:53
Krútt..........
Rakel (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 10:22
Sammála....krútt!!!
Vilborg, 4.3.2008 kl. 12:14
Þeir eru sko frekar líkir frændurnir. Magnús leikur bara ALLS EKKI við stelpur. Segir bara að það sé hundleiðinlegt (leikur ekki einu sinni við mömmu sína og leggur pabbann í einelti á heimilinu, nuðar atanslaust í honum að koma að leika). Vonandi taka þeir ekki höndum saman þegar þið komið og skilja Eddu útundan.
Helga Jónsdóttir, 4.3.2008 kl. 15:24
Hehe...bara sætt:) Emil kominn með kærustu.....hann kann líka að velja þær:)
Berta María Hreinsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.