"Tengdadóttirinn"

Emil minn vill ekki leika við stelpur.... allavega segir hann það og segist aldrei leika við stelpur á leikskólanum.  Hann reyndar setur upp hneyklissvip þegar ég spyr hann út í stelpurnar á leikskólanum og segir að mamma sé eina stelpan sem sé vinkona hans.   Stóru strákarnir voru auðvitað svona líka, en í dag hefur það breyst....

Ég held að það hljóti að hafa breyst hjá Emil mínum í dag líka.  Ég held bara að hann hafi orðin skotinn í stelpu í dag  heh.  Áróra, 5 ára stelpa sem býr hér í nágrenninu kom í dag til okkar með mömmu sinni og pabba.  Emil hefur stundum hitt Áróru áður, en aldrei sýnt henni nema hæfilegan áhuga.  Í dag fékk Áróra alla athygli Emils og allan þann tíma sem þau léku saman í dag hló Emil.  Hann hlýtur að hafa fengið harðsperrur í magann drengurinn.  Hann hringsnérist í kringum hana hreinlega.  Þau byggðu sér hús úr kubbum, hús með bílskúr og skemmtu sér svo við að setja á sig tattoo.  Áróra setti tattoo á magann á sér við mikla kátínu Emils og ætlaði hann að toppa hana með því að setja tattoo á rassinn á sér.  Þá var leikurinn stoppaður af!!!

Þegar Áróra kvaddi svo Emil í dag.... sagði hann   BLESS ÁRÓRA HLYNSSON.   Ekki ráð nema í tímann sé tekið, hún á að fá eftirnafnið hans........ gaman af þessu.

Setti inn nokkrar myndir af þeim í nýtt albúm, það var svo fyndið og gaman að fylgjast með þeim í dag.  Ég hef aldrei séð Emil svona áður.....

og þau mest stolt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Over and out

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Er ekki gott að byrja snemma að leita að sinni tilvonandi..hehe. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 3.3.2008 kl. 21:53

2 identicon

Krútt..........

Rakel (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Vilborg

Sammála....krútt!!!

Vilborg, 4.3.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Þeir eru sko frekar líkir frændurnir. Magnús leikur bara ALLS EKKI við stelpur.  Segir bara að það sé hundleiðinlegt (leikur ekki einu sinni við mömmu sína og leggur pabbann í einelti á heimilinu, nuðar atanslaust í honum að koma að leika).  Vonandi taka þeir ekki höndum saman þegar þið komið og skilja Eddu útundan. 

Helga Jónsdóttir, 4.3.2008 kl. 15:24

5 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Hehe...bara sætt:)  Emil kominn með kærustu.....hann kann líka að velja þær:)

Berta María Hreinsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband