Helgin búin

Jæja, þá er helgin búin.  Er hér í rólegheitum með Emil og Jón Inga heima í dag, þeir hóstuðu og hóstuðu í nótt, auk þess sem Jón Ingi er að kafna úr nefkvefi. 

MAMMAMIA-9075344_lille Helgin var skemmtileg að vanda, bara allt allt of fjót að líða. 

Ég fór á laugardagskvöldið með Bertu og Rakel á Mamma Mia, en breski söngleikurinn er núna staddur í Horsens.  Það var mikil tilhlökkun að sjá ABBA söngleikinn hjá mér, enda er ég mikill aðdáandi ABBA og kann lögin þeirra flest utanað.  En því miður stóð þessi söngleikur ekki undir væntigum.... það var gaman að fá að upplifa að fara á svona alvöru söngleik en ég var samt ekki að upplifa alvöru söng hjá sönghópnum.  Það gæti verið að söngvararnir hafi verið orðnir þreyttir, enda búnir að vera með sýningu á hverjum degi í langan tíma og bara á laugardaginn voru tvær sýningar og við fórum á þá seinni.  En þrátt fyrir að ég hafi verið fyrir pínu vonbrigðum með söngleikinn, þá var samt gaman hjá okkur þetta kvöld og alveg hreint frábært að fá stundum tækifæri til að vera maður sjálfur og fara út barnlaus og áhyggulaus.  Feðgarnir voru í góðu yfirlæti á meðan við stöllur fórum út á lífið, en Svavar bauð þeim í mat, kjúkling að hætti Ranunkelvej 29. 

 

við stöllur á Abba showi

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Við áttum rólegan sunnudagsmorgun, enda kannski pínu þreytt eftir gleði laugardagskvöldsins.  En eftir hádegi, þá ákváðum við það með engum fyrirvara að skella okkur með börnin til Vejle í legelandet með Rakel, Svavari og strákunum þeirra.  Strákarnir skemmtu sér mjög vel í legelandet, enda kjörin leikaðstaða þar fyrir alla aldurshópa.  Meira að segja ég sjálf fór í hoppukastala með strákunum og Rakel við kátínu viðstaddra.  Þegar við vorum að kveðja legelandet, þá var asinn svo mikill á Emil að hann datt á hlaupunum og náði að sprengja á sér efri vörina, hún bólgnaði þokkalega mikið upp en hefur aðeins hjaðnað aftur niður....

Emil með bestustu vinkonu sinni, RakelÞar sem við vorum nú búin að keyra til Vejle, ákváðum við að koma við í blómabúð sem er líka dýrabúð þegar við vorum búin í legelandet.  Þar komst Hafsteinn í algert ævintýraland og fannst æðislegt að fá að sjá alvöru skorpíon og fleira.... hann ætlar að fá að fara aftur í þessa búð seinna segir hann.  Ég aftur á móti gleymdi mér aðeins í skraninu eins og venjulega, hefði getað eytt fullt af peningum þarna í skálar og dót.... en fór út með bara eina Aloa Vera plöntu - dugleg!!!!!

 

 

 

Eftir langan dag, voru allir orðnir svangir og enduðum við daginn á því að fara og fá okkur að borða á Jensens.... Jensens klikkar aldrei.  Það var því þreytt fjölskylda sem kom heim í gærkvöldi en samt ánægð með helgina.

Ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm.

Njótið

Kolbrún out 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir frábæra helgi Kolla mín.............bara gaman hjá okkur :)

Rakel Linda (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

ÞÚ MEÐ EINA ALO VERA PLÖNTU?? Kolla, dastu á hausinn. Þú verður ekki svona í New York..þar shoppum við stúlkurnar sko Glæsileg helgi hjá ykkur. Alltaf gaman að gera eitthvað svona. Vona að vörin verði góð sem fyrst. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 3.3.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Jensens er það ekki í Kaupmannahöfn líka, ég held ég hafi farið að borða á einhverju Jensens buffhús eða eitthvað slíkt þegar ég var í Kaupmannahöfn í fyrra?? Það var rosalega góður matur þar allavega

Guðborg Eyjólfsdóttir, 3.3.2008 kl. 18:04

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Jensens buffhus er um alla Danmörku Guðborg, þannig að það passar alveg að þú hafir borðað þar í kaupmannahöfn:)

Kolbrún Jónsdóttir, 3.3.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband