Húsmæðrahorn Kolbrúnar

Þegar ég hef ekkert til að blogga um og ekkert markvert að gerast hjá okkur, þá hef ég stundum skellt inn uppskriftum og deilt á blogginu.

Ég eldaði Kotasæluböku í kvöld, eitt af uppáhaldsmat fjölskyldunnar.  Uppskriftina fékk ég fyrst þegar ég vann á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ en þar var uppskriftin mikið notuð.... Ég hef aldrei séð þessa uppskrift annarsstaðar, fyrr né síðar.  En gaman fyrir þá sem eru mikið fyrir það að prófa eitthvað nýtt....

 

Kotasælubaka

6 egg

4 bollar kornflex

1 stór dós kotasæla

aromat krydd og hvítlauksduft

2 matskeiðar olía

2 laukar

1 paprika

1/3 af spergilkáli

10 sveppir sneiddir niður

skinka í bitum

 

Eggin hrærð vel saman og kotasælunni og kornflexinu ásamt kryddinu blandað saman við.  Olían hituð á pönnu og grænmetið hitað vel á henni.  Grænmetinu og skinkunni svo blandað saman við eggjahræruna.

Sett í smurt eldfast mót og rifinn ostur setur yfir.  Sett í 200 gráða heitan ofn í 1 klst.

Borðað með hrísgrjónum og grænmetissósu (við reyndar fáum ekki grænmetissósu hérna en notuðum bara ídýfumix út í sýrðan rjóma og það var bara gott).

Enjoy

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

mmmmmm hljómar vel.  Verð að prófa þetta.  Verst að börnin borða ekkert sem heitir grænmeti heima hjá sér þótt þau hámi það í sig í leikskólanum en það sakar ekki að reyna þetta.

Helga Jónsdóttir, 28.2.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hljómar vel. Hefur þú ekki gert svona í vinnunni?

Guðmundur Þór Jónsson, 28.2.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þetta hljómar vel :) best að prufa þetta fljótlega, það verður forvitnilegt að sjá hver útkoman verður

Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.2.2008 kl. 23:44

4 identicon

Það er alltaf svo gaman hjá ykkur því þið eigið svo marga uppáhaldsrétti fjölskyldunnar... næs

Kv

SHV 

Svavar (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 08:20

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Já Svavar, við eigum marga uppáhaldsrétti í fjölskyldunni, enda 5 manna fjölskylda og sitthvað sýnist hverjum.

Það er þér og ykkur frábæru fjölskyldunni á móti, að þakka að í kvöld verður eldaður fiskur í raspi..... kærar þakkir fyrir okkur:)

Kolbrún Jónsdóttir, 29.2.2008 kl. 08:34

6 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Góða skemmtun í kvöld!

Kristbjörg Þórisdóttir, 1.3.2008 kl. 15:41

7 identicon

Hæ erum að skoða Kollu eins og það heitir hér að kíkja á bloggsíðuna!! Sendum bestu kveðjur og endilega fleiri uppskriftir.

Bestu kveðjur til allra.

Gunna og Erla 

GUNNA (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 20:44

8 identicon

Namms hvað mig hlakkar til að prófa þessa uppskrift, læt reyna á hana í kvöld.  Mæli með því að þú deilir fleiri uppskriftum þegar þú hefur ekkert að segja á blogginu ;o)

Guðrún Hilmars (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband