27.2.2008 | 19:50
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld.....
Vitið þið hvað ég fór að spá í í gærkvöldi?
HVAÐ GERÐI ÉG EIGINLEGA Á KVÖLDIN ÁÐUR EN ÉG FÉKK TÖLVU???????
Í gærkvöldi var MSN eitthvað bilað hjá mér og ég komst ekki inn..... og mér eiginlega brá þegar ég uppgötvaði það hversu háð ég er orðin tölvunni og MSN á kvöldin. Eitt kvöld og ég var alveg ómöguleg. Fór margoft yfir það í huganum að þessi bilun væri náttúrulega alveg ótæk þar sem ég ætlaði að tala við stelpurnar úr vinnunni á msn..... sem auðvitað mátti bíða og reyndar beið og engin skaði skeður.
Ég eignaðist ekki tölvu fyrr en árið 1997. Þá var ég 27 ára. Í dag get ég ekki ímyndað mér hvernig lífið var og engin tölva... ég held að ég sé haldin sjúkdómi, tölvufíkn. Þetta er ekki góð þróun.... ég er orðin svo gömul að ég man varla hvað ég eyddi kvöldunum í fyrir 10 árum síðan.
Hvernig er þetta með ykkur? Eruð þið orðin háð tölvunni? Ég vona að ég sé ekki ein um þetta, hee og á reyndar ekki von á því heldur, spurning hver þorir að viðurkenna það.
En að aðeins öðru.
Hlynur náði í tryggingarfélag þess sem keyrði á hann í síðustu viku. Við vorum búin að reyna að fá að gera lögregluskýrslu en lögreglan í Danmörku vill ekkert af svona árekstrum vita, segir að hér séu árekstrar á hverri mínútu og ef lögreglan ætti að blanda sér í málin, þá gerði hún ekkert annað. Viðbrögðin hjá tryggingarfélaginu voru aftur á móti frábær.... sá sem keyrði á Hlyn hafði sjálfur tilkynnt áreksturinn til þeirra strax á föstudaginn og sagt þeim að hann hafi verið í fullum órétti... þannig að í dag fengum við símtal frá bílaverkstæði og fórum með bílinn í mat þangað í dag... og hann á tíma í viðgerð þann 31. mars (spáið í biðtíma) og við fáum lánsbíl á meðan.... semsagt alveg eins og við vildum hafa hlutina, helst að við hefðum viljað bíða aðeins skemur eftir þjónustunni en við vitum það bara að við erum í Danmörku og þar gerast hlutirnir hægt.
Meira var það ekki í kvöld
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Erla (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:35
ÉG HEITI REBBÝ OG ER TÖLVUFÍKILL
takk fyrir ábendinguna
veit heldur ekki hvað ég gerði á kvöldin fyrir tíð msn
Rebbý, 27.2.2008 kl. 22:36
Ég er gjösamlega háð tölvunni, kanski ekkert endilega á kvöldin frekar´en á daginn, er í tölvunni meira og minna frá 6 á morgnana langt fram á kvöld
Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.2.2008 kl. 06:30
Mig minnir að fyrir 10 árum var ég mikill ,aðdáðandi stövar 2 á kvöldin í dag er ég tölvufikill.
Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 07:41
Je minn Kolla, ég er sko HÁÐUR tölvunni!! Ef ég ætti að hætta að nota tölvu þá þyrfti að leggja mig inn á geðdeild, eða láta mig fara í tölvumeðferð eins og alkanna..svei mér þá. Gott að maðurinn sá um þetta..áreksturinn sko. En biðtíminn..VÁ.
Guðmundur Þór Jónsson, 28.2.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.