26.2.2008 | 18:29
ÖRYGGISNETIÐ
þrátt fyrir marga kosti sem fylgja því að flytja til útlanda, þá eru því miður líka ókostir við það. Hvað mig varðar, þá er það erfiðast að sakna fjölskyldu og vina og þá sérstaklega þegar eitthvað mikið er um að vera s.s jól, afmæli og aðrar hátíðir. Ég sakna líka margra neysluvara frá Íslandi. En mest sakna ég öryggisnetsins okkar.... að hafa okkar nánustu hjá okkur . Frá því að við fluttum hingað til Danmerkur, þá höfum við Hlynur einu sinni gert eitthvað saman, bara fyrir okkur tvö. Það var þegar tengdaforeldrar mínir komu í heimsókn og við skelltum okkur á jólahlaðborð í Kaupmannahöfn, það var æðisleg helgi:)
Áður en við fluttum til Danmerkur fórum við til útlanda á hverju ári bara tvö og oftar en einu sinni. Við vorum líka dugleg að biðja okkar nánustu að leyfa strákunum að gista til að geta hitt annað fólk, gert okkur dagamun. Í dag erum við í þeirri stöðu að hafa ekki okkar öryggisnet hjá okkur og þótt það séu alger forréttindi að fá að hafa börnin sín alltaf hjá sér - þá kann maður í raun enn betur að meta þær stundir sem við eigum fyrir okkur.
Hlynur kom mér á óvart í gærkvöldi. Rétt fyrir miðnættið sagði hann mér að hann ætti frí í dag... við ættum semsagt frídag saman bara tvö, þar til hálf tvö þegar vinnan kallaði. Og dagurinn okkar var æðislegur. Við fórum í bæinn saman og fórum svo út að borða á Jensens (enn ekki) í hádeginu og fengum okkur Nachos og Hádegisbuff (ok ok hlynur fékk sér hamborgara, hann fær sér alltaf hamborgara).
Það er gott að njóta þess stundum að fá daginn fyrir sig.... og enn betra þar sem það kemur nær aldrei fyrir þessa dagana, vikurnar og mánuðina heh . Nauðsynlegt fyrir alla, því að þó svo að við eigum börn sem við elskum út af lífinu, þá verður maður samt stundum að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Ef við erum ekki ánægð saman, þá verða börnin okkar heldur ekki ánægð.
Knús á liðið
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá ykkur, alveg nauðsynlegt að eiga smá tíma bara tvö, við ætlum að gera okkur dagamun og fara á Hótel Loftleiðir á laugardaginn og út að borða á Humarhúsinu með vinafólki okkar og djamma svo í Reykjavík fram á nótt, ég veit ekki hvað er langt síðan við fórum eitthvað út án stelpnanna :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 19:08
Svona stundir eru alveg nauðsynlegar til að rækta sambandið

Þegar svona tækifæri fást sjaldan verður það oft til þess að maður nýtur þeirra miklu betur
Bestu kveðjur úr uppsveitum Reykjavíkur
Anna Gísladóttir, 26.2.2008 kl. 21:40
ánægð að heyra að þið náið að stelast til að vera ein og þó ég eigi ekki börn sjálf og gæfi allt fyrir að eignast eitt þá veit ég samt að það er nauðsynlegt að vinna ekki bara að hjónabandinu heldur einnig sér sem einstakling inn á milli - ekki gleyma því heldur
Rebbý, 26.2.2008 kl. 21:48
Frábært hjá ykkur. Ég get líka bara komið og verið au pair þá fáið þið MIKLU meiri tíma tvo saman. En gott hjá mosa hjúum að eiga svona stund saman. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 26.2.2008 kl. 23:17
Gummi minn......
Við höfum einu sinni haft au pair og það geri ég aldrei aftur.
Bendi þér á að lesa um þá reynslu okkar á slóðinni:
http://kollajo.blog.is/blog/kollajo/entry/8202/
Samt ertu alveg ágætur sko:)
Kolbrún Jónsdóttir, 27.2.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.