Foreldraviðtal í Egebjergskolen

Í dag vorum við Hlynur boðuð á foreldrafund upp í skóla hjá strákunum vegna Jóns Inga.  Var um að ræða annað af árlegum viðtölum við foreldra og að sjálfsögðu var Jón Ingi með okkur í viðtalinu.  Ólíkt því sem tíðkast heima á íslandi, þá var ekki frí í skólanum í dag vegna viðtalanna, heldur byrjaði okkar viðtal kl 17:20.  Kennararnir semsagt taka öll foreldraviðtöl utan hefðbundins skóladags og finnst mér það alveg frábært og kannski að Ísland gæti tekið þetta upp eftir Dönunum.

IMG_3343Foreldraviðtalið gekk ágætlega.  Við vorum búin að spyrja Jón Inga hvort hann vildi segja okkur eitthvað fyrir viðtalið sem hann héldi að kæmi okkur á óvart.  Hann sagði það ekki vera en bætti því við að hann væri nú kannski ekkert stilltasti nemandinn í skólanum, eins og mér hefði einhverntímann látið mér detta það í hug.   Það voru ekki gerðar neinar alvarlegar athugasemdir námslega hjá Jóni Inga í dag.... hann þarf jú að læra margföldunartöfluna betur en eftir viðtalið kom í ljós að hann hefur ekki viljað það vegna þess að honum finnst stærðfræðikennarinn í bekknum svo leiðinlegur að hann vill fá að vera í móttökubekknum í stærðfræði.  Við reyndum okkar besta í að telja honum trú um að hann væri að læra fyrir sig en ekki fyrir miðaldra konu í Egebjergskolen.  Og svo var lítillega minnst á að Jón skrifi ekki nægilega vel... en common, honum finnst graffiti skrift flottasta skrift í heimi, jafnvel þótt það sé erfiðara að skilja hana.  Besta fagið hjá Jóni er enskan og fékk hann mikla gullhamra frá enskukennaranum sínum sem sagði hann vera bestan í bekknum í ensku og að það væri merkjanlegur munur þegar hann væri í bekknum að kennslan færi á efra plan, ekki slæm umsögn þar á ferð.   En annars var bara allt í fína svona yfirhöfuð og sumar athugasemdirnar bara til að hlæja að, s.s að Jón Ingi þurfi of oft að prumpa í skólanum.... ef ég væri færari í dönsku hefði ég eflaust sagt kennurunum að hann ætti nú ekki langt að sækja það.

Þar sem við komum ekki heim fyrr en að ganga sjö í kvöld, ákvað ég að skella bara pylsum í pott og hafa í kvöldmatinn.  Pylsur voru alltaf vinsæll matur á Íslandi en hér í Danmörku vill engin sjá þennan mat.  Ástæaðan.... jú pylsurnar eru vatnskenndar og bragðlausar.  Pylsubrauðin koma í pokum og eru óskorinn, þau eru svo þurr að það er ekki hægt að skera þau án þess að brjóta þau... þarna gætum við Íslendingar kennt Dönum, sendum þá á námskeið hjá Myllunni í að baka pylsubrauð, bestu pylsubrauð í heimi:)  Og ég sem hélt að Danir væru svo mikil pylsuþjóð, ekki vantar pylsuvagnana þeirra út um allar jarðir.  

Set að ganni hér inn myndir af Jóni Inga og Birni vini hans sem ég tók í dag... og svo auðvitað eina af Emil þegar hann var að birgja sig upp fyrir foreldraviðtalið, heh

IMG_3342 IMG_3345

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Over and out

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegt hjá Jón Inga. Já, ég á erfitt með að skilja graffiti skrift sko..þarf aðeins að einbeita mér. Stattu þig í skólanum Jón Ingi. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 25.2.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Frábært með enskuna, þessi stærðfræði er nú ekkert fyrir alla að læra, úff ég er sko í vandræðum með hana Eyrúni mína í stærðfræði, hún er gjörsamlega blind á hana. Flottar myndir af strákunum

Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband