22.2.2008 | 19:27
Kallinn kominn á pilluna
Svona vildi elskulegur maðurinn minn að yrði fyrirsögnin á færslu kvöldsins, hann hefur húmor fyrir sjálfum sér, það vantar ekki.
En það er ekki af góðu sem blessaður kallinn er kominn á pilluna. Hann var að keyra heim frá vinnu um miðjan dag í dag, þegar hann lenti í því að það var keyrt aftan á hann. Hann var þá nýstoppaður vegna umferðartafa í Vejle. Sá sem var fyrir aftan hann hafði greinilega ekki áttað sig á því að það væri allt stopp og dúndraði aftan á Hlyn. Hlynur er sem betur fer ekki stórslasaður, en hann fékk hnykk við höggin og kennir sér meins í hálsi, öxlum og niður á bakið. Hann fór á slysadeildina og var útskrifaður með pilluna eins og hann kallar hana, en auðvitað er um að ræða bólgueyðandi töflu. Hann á svo að koma aftur í tékk á mánudaginn og byrja svo strax í sjúkraþjálfun. Bíllinn okkar.... tja það sér þónokkuð á honum, bæði aftan á honum og framan á honum.... við höggið af aftanákeyrslunni kastaðist okkar bíll framan á bílinn fyrir framan. Bíllinn sem keyrði á Hlyn var óökufær á eftir, þannig að eitthvað hefur höggið verið
Orsökin á þessari töf í Vejle í dag, var slys á Vejlefjordbroen , sjá http://www.112alarm.dk/2008/broen22/broen22/htm
Það er mjög algengt að það séu slys á Vejlefjordbroen. Ástæðan er vafalaust sú að ökumenn eru uppteknir á brúnni við að skoða hina stórglæsilegu Vejle borg, sem sést svo vel af brúnni og útsýnið alveg frábært. Ég hef oft sagt það að Vejle sé fallegasta borgin á Jótlandi og er það vegna þess hve fallegt er að horfa á borgina af brúnni.
Það eina sem skiptir okkur máli núna er að Hlynur slasaðist ekki meira:)
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er gott að karlinn slasaðist ekk mikið. Nú verður þú að vera extra góð við hann
Anna Gísladóttir, 22.2.2008 kl. 19:41
Vonandi verður Hlynur fljótur að jafna sig....skelfilegt að lenda í svona. Guði sé lof að þið strákarnir voruð ekki líka í bílnum og að Hlynur skyldi ekki meiðast meira.
Vonum að pillurnar virki vel:)
Berta María Hreinsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:45
Guði sé lof fyrir að þetta varð ekki alvarlegra, og hann hafi bara þurft að fara á pilluna eftir þetta allt saman :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.2.2008 kl. 23:08
Gott að Hlynur slasaðist a.m.k. ekki alvarlegra en þetta. Ég sá fyrir mér að ástæðan fyrir því að hann væri kominn á pilluna væri sú að það hefði GAY einstaklingur keyrt aftan á hann sko
, en það var áður en ég las bloggið til enda. Ætli hugmyndin hafi verið sú að láta fólk halda það með fyrirsögninni
?
Helga Jónsdóttir, 22.2.2008 kl. 23:30
Æi greyið Hlynur. Vonandi nærðu þér fljótt félagi. Á ekki bara taka viskí og vindil á þetta. Ég skil MJÖG VEL að fólk horfi á Vejle borgina frá brúnni, ég gæti horft á hana tímum saman. Hafið það gott og Hlynur vanandi jafnaru þig. Ég skulda þér líka nudd.
Guðmundur Þór Jónsson, 23.2.2008 kl. 00:10
Hæ og æ
Góðan bata. Og hafið það gott.
Hæ og æ! Hafið það gott annars og góðan bata Hlynur.
Kveðja, Gunna
Gunna og co (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 10:09
vonum að hann jafni sig svo þetta verði ekki meira en pillan í nokkra daga og smá sjúkraþjálfun.
trúi ekki öðru en þú og strákarnir verðið dugleg að stjana við pabba "gamla"
Rebbý, 24.2.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.