22.2.2008 | 12:05
Meðvirk
Ég er búin að fatta það ég er bullandi meðvirk. Ég er bullandi meðvirk í náminu með manninum mínum. Alla þessa viku hefur hann verið að vinna að ákveðnu skólaverkefni sem hann fékk comment á í morgun. Alla þessa viku hefur hann legið yfir bókum og tölvunni því hann vill engu skila frá sér nema það sé 100%. Alla þessa viku hef ég spurt hann hvernig honum gangi, hvort ég geti hjálpað honum og svo framvegis.
Og í morgun þegar hann fór í skólann til að fá comment á verkefnið, þá var það ég sem var með hnút í maganum, ekki hann. Samt vissi ég vel að hann væri með mjög gott verkefni í farteskinu, enda búin að fá að lesa það yfir með honum nokkrum sinnum. Og þegar ég var búin að skutla honum í skólann í morgun, þá eiginlega tók við bið hjá mér til hálf ellefu, því þá vissi ég að verkefnafundurinn hans yrði búin og þá myndi hann láta mig vita hvernig honum gekk.
Auðvitað gekk honum súper vel og gekk út með verkefnið sitt athugasemdarlaust....
Ég samgleðst svo manninum mínum að fá þetta tækifæri að vera í skóla, þetta tækifæri sem hann er búin að þrá í mörg ár. Auðvitað er þessi námsleið fyrir hann ekki sú auðveldasta... og það er endalaust hægt að segja og velta sér upp úr því hvaða leið hefði verið valin ef hann hefði tekið stúdentsprófið heima á Íslandi á sínum tíma. Hann var ekki tilbúin til að læra á þeim árum en í dag þyrstir hann í að fá að læra. Kannski eru þetta bara örlögin heh... því ef hann hefði staðið sig súpervel í menntaskóla og lært á þeim árum, þá hefði ég aldrei kynnst honum. Og væri ég þá eins hamingjusöm í dag og ég er?
Ég er meðvirk!
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kolla mín. Þúrt meðvirk í ÖLLU!!! Góða helgi og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 22.2.2008 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.