Bókin á náttborðinu

Það verður seint sagt um mig að ég sé bókaormur.  Maðurinn minn sér eiginlega um þau mál á heimilinu og er alltaf með nokkrar bækur í gangi í einu. 

Það eina sem ég hef nennt að  lesa í gegnum árin fyrir utan skólabækurnar mínar eru slúðurblöðin... ég elska að lesa þau.  Séð og Heyrt, Vikuna, Nýtt Líf og æi þið hljótið að þekkja þau eins og ég.  Þegar ég var í Bónus, þá hreinlega fannst mér standa á þessum blöðum  SÉÐ og HEYRT - KOLBRÚN KEYPTU MIG   og auðvitað svaraði ég þessarri innri rödd bara játandi.  

Ég hef ekki fengið mörg svona blöð á náttborðið mitt síðan við fluttum hingað út.  En er alltaf jafn ánægð þegar mér áskotnast svona slúðurblað inn á heimilið mitt.... og hef jafnvel heyrt að ég sé ekki viðræðuhæf fyrr en ég sé búin að drekka í mig allt slúðrið.   Það var kannski ágætt eftir allt að Gummi hafi verið stoppaður með 12 kg af slúðurblöðum, ég hefði ekki verið viðræðuhæf í marga daga  NOT...

En ég get ekki lesið sömu gömlu blöðin aftur og aftur og því var því ýtt hressilega að mér að fara að lesa bækur.... Rakel er búin að lána mér þrjár bækur núna með stuttu millibili... ég hélt að ég hefði gaman af þeirri sem ég opnaði fyrst  Viltu vinna milljarð minnir mig að hún heiti  en NOT... ég er búin að láta hana frá mér og það liðu nokkrir dagar þar til ég safnaði kjarki til að prófa að opna þá næstu.   Það var bókin BÍBÍ, ævisaga hennar semsagt skrifuð af Vigdísi Grímsdóttur   og vitið menn, ég er fallinn... mér finnst bókin alveg svakalega skemmtileg og á því ekki von á því að hún stoppi lengi á náttborðinu mínu.  Ég meira að segja tók hana upp í morgun til að halda áfram að drekka hana í mig - og til að ég geri það þarf hún að vera skemmtileg.

5199

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar sem ég þarf að fara að huga að næstu bókum til að hafa á mínu náttborði, þá er ég soldið forvitinn hvaða bækur þið eruð með á ykkar náttborði

Out

Kolbrun 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg

Hef löngum verið "sökker" fyrir Rauðu Seríu bókunum en er aðeins farin að fara í dýpri bókmenntir í seinni tíð  

Takk fyrir lykilorðið, var að sjá í aðgangsstjórnun að þú getur leyft völdum bloggvinum að halda áfram að skoða bloggið þitt.  Mér skilst þannig til að þá þurfi sá hinn sami ekki lykilorð.  Veit ekki alveg en þeir eru allavegana að vinna í því að auðvelda þetta læsta kerfi. 

Biðjum að heilsa öllum peyjunum þínum!

Vilborg, 21.2.2008 kl. 14:44

2 identicon

Verð víst að viðurkenna að fyrir utan skólabækur er það Laxness, Sjálfstætt fólk, sem liggur á mínu náttborði ;o). Vildi annars bara kvitta fyrir mig, sona til tilbreytingar .

Dóra Valg (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:43

3 identicon

Sæl mín kæra

Gaman að heyra að þú hefur gaman af að lesa Bíbi...

Ég er að rísa upp úr rúminu, þannig að við sjáumst von bráðar :) 

Rakel Linda (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:20

4 identicon

   Ég hef lesið ástarsögur í mörg ár. En ég er einmitt með Bíbí að láni en kemst ekkert áfram gríp frekar eina kilju en  ef Bíbí er svona skemmtileg þá fer ég kannski að kíkja í bókina.    Knús til ykkar allra Erla.

Erla (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:54

5 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ég er svona eins og þú, verð seint kölluð bókaormur og les aðallega skólabækurnar.  Það eru þó smá undantekningar og akkúrat núna er á náttborðinu mínu bókin Louder than words eftur Jenny McCarthy.  Hún er reyndar búin að vera lengi á borðinu því hún er á ensku og ég er svo hryllilega lengi að lesa ensku ......

Anna Gísladóttir, 22.2.2008 kl. 07:50

6 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Á mínu náttborði er alltaf Sudoku og penni:) Bókin Harðskafi hefur einnig verið á borðinu síðan um jól og er ég alltaf á leiðinni að lesa hana. Skil ekkert í mér því ég veit að þetta er snilldar bók. En það virðist bara svo oft vera erfitt að byrja!!

Berta María Hreinsdóttir, 22.2.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband