Veldu þér viðhorf

Í vinnu minni hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík kynntist ég "lífsspeki fisksins".  Lífsspeki fisksins er engin ný speki, engin nýr sannleikur.  Lífsspekin er aftur á móti matreidd þannig að hún heillar.  Lífsspeki fisksins skiptist í fernt..  Veldu þér viðhorf, Leiktu þér, Gerðu daginn eftirminnilegan og Vertu til staðar.  Ég drakk lífsspekina í mig og upplifi hana sem gjöf frá mínum fyrri vinnustað, gjöf sem ég á eftir að eiga til framtíðar.  Svo áköf var ég að ég náði að smita manninn minn.... svo áköf var ég að ég fór síðar að kenna öðru fólki um lífsspeki fisksins, bæði í formi námskeiða og fyrirlestra. 

Ég gleymdi ekki lífsspeki fisksins þegar ég flutti til Danmerkur.  En ég held að ég hafi hreinlega sett hana aðeins undir koddann til að byrja með.  Maðurinn minn aftur á móti tók hana undan koddanum mínum og rifjaði hana upp með mér.  Auðvitað hefur lífið gengið upp og niður þessa mánuði sem við höfum búið í Danmörku... fyrst eftir að við komum hingað fannst mér lífið ganga niður á móti, mér fannst aðlögunin erfið, mér fannst erfitt að horfa upp á litla barnið mitt líða ílla í leikskólanum og mér fannst erfitt að heyra stóru strákana mína tala um hvað þeir söknuðu heimahaganna.  Síðustu vikur og mánuði hefur lífið í Danmörku aftur á móti tekið skrefið upp...ég er búin að kynnast umhverfinu, strákunum mínum liður vel og hafa eignast vini og Emil er farinn að reka á eftir mér á morgnana því honum liggur svo á að komast í leikskólann. Þegar mér fannst hlutirnir hér hvað erfiðastir, þá var það maðurinn minn sem stóð eins og klettur og minnti mig á lífsspeki fisksins.  Hann sagði við mig...veldu þér viðhorf!!!!!

Ég hef valið mér viðhorf... Ég hef valið mér það viðhorf að njóta þessara ára hér í Danmörku.  Þetta eru ár sem aldrei koma aftur og við höfum úr að spila tækifærum sem við fáum aldrei aftur.  Ég hef valið mér það viðhorf að hafa árin í Danmörku skemmtileg og njóta líðandi stundar.  Ég hef valið mér það viðhorf að nota þennan tíma til að ferðast mikið og fá tækifæri til að upplifa, upplifa nýja staði í heiminum.  Og á því er ég byrjuð... við byrjuðum árið á að fara til London í stórskemmtilega ferð og markmiðið á árinu 2008 er að fara til Íslands, New York, Parísar og einnig að skoða okkur um í Þýskalandi og helst hefur verið rætt að skoða borgina Hamborg og svo Móseldalinn.  Flott markmið fyrir árið??  Þá hef ég líka ákveðið að nota þessi ár til að mennta mig meira... jebb ég hef ákveðið að sækja um inngöngu í haust í mastersnám á Íslandi, mastersnám í stjórnun.  Ég hef valið mér það viðhorf að leika mér, gera daginn eftirminnilegan og að vera til staðar fyrir alla strákana mína.  

Ykkur finnst þetta kannski væmið, en mér er fúlasta alvara.  Lífsspeki fisksins hefur haft ótrúlega mikil áhrif á mig.   Ég vona að engin hafi misskilið síðustu færslu mína um mosavangaveltur, ég er ekki að segja að mér líði ílla hérna, því það er ekki rétt.  Mér líður meira að segja mjög vel hérna núna... ég er bara að draga upp mynd af umhverfinu hér eins og ég hef upplifað það.  En kannski þarf ég líka að breyta mínum viðhorfum til fólksins hér... ég þarf kannski að vera aðeins opnari á því að kynnast nýju fólki og hleypa nýju fólki inn í okkar líf....  Það er til svo margt gott í öllu fólki:)

Ef ykkur langar að lesa meira um lífsspeki fisksins er hægt að lesa á íslensku um lífsspekina á vefslóðinni www.vtlausn.is  og svo er auðvitað hægt að gúggla...

fishclickable

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi umræða var í mínu boði.... ég lofa að stoppa svo í bili í því að vera svona "djúp", þannig að þið eigið von á skemmtilegri færslu á morgun

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Mikið er ég ánægð með þig Kolla.....taka fiskinn á þetta:) Ég hef sjálf þurft að minna mig á fiskinn öðru hvoru og þyrfti að standa mig betur í því að nota hann. Mæli hiklaust með þessari lífsspeki!!

Gott hjá þér að ætla að skrá þig í meira nám í haust.....you go girl

Berta María Hreinsdóttir, 19.2.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góðar alltaf, stelpur! 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Tómas Ingi Adolfsson

Tek undir allt sem Berta sagði...go Kolla!!!

Tómas Ingi Adolfsson, 19.2.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Frábært hjá þér að drífa þig í nám, og frábært þetta með fiskinn maður ætti kanski að stúdera það aðeins, ætla að lesa aðeins um þetta á slóðinni sem þú gafst upp. kv. Guðborg

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Mikið er þetta frábært hjá þér Kolla. Líst vel á þetta nám. Þú ert svo vel lesin að þú rúllar námið á NO TÆM. Ég hugsa oft um fiskinn og ég vel mér viðhorf. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 19.2.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Mikið líst mér vel á kerlu núna! Og já þetta með lífsspekina er sönn guðs gjöf. Fannst magnað að hitta mann um daginn sem býr í Seattle, kannaðist alveg við Spike´s place fiskbúðina en hafði aldrei heyrt um Fish philosophy ;) Góð færsla hjá þér Kolla mín.

Kristbjörg Þórisdóttir, 20.2.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband