Mosavangaveltur

Þegar við fluttum hingað til Horsens og völdum okkur það að búa í hverfinu okkar sem gengur undir nafinu Mosinn, þá vissum við það fyrirfram að við værum að flytja í íslendinganýlenduna hér.  Mosinn gengur undir nafninu litla Reykavík og eru það í raun orð að sönnu.  Hér heyrist íslenskan úti alveg jafn oft og danskan og bílar með íslenskum númerum eru hér við mörg hús.  Í mosanum er að ég held um 200 hús, húsin eru öll eins og skiptast þau í þrjár götur, Ranunkelvej, Engblommevej og Mosevangen.  Það eina sem aðgreinir göturnar er að hússkeggin eru máluð í mismunandi litum eftir því hvaða götu þau tilheyra.  Í næstum því helming þessarra húsa í mosanum búa íslenskar fjölskyldur og það er því ekki skrýtið að hverfið sé kallað litla Reykjavík.

Það eru kostir og gallar við að búa í Mosanum.  Við mátum það svo að kostirnir væru fleiri fyrir okkur fjölskylduna en gallarnir og held ég að okkar mat hafi verið rétt.  Aðalástæða þess að við völdum okkur að búa í þessu hverfi eru strákarnir okkar og þeirra félagslega aðlögun.... það er heilmikið mál fyrir svona stálpaða stráka að flytja á milli landa.  Flutnings lendingin fyrir þá varð mýkri því að hér hafa þeir leikfélaga í lange baner sem flest allir eru íslenskir.  Hverfið okkar er líka soldið út úr og því hef ég ekki áhyggjur af strákunum hér úti á kvöldin við leik... það er engin stór umferðargata hér í hverfinu.  

En afhverju er ég þá að taka upp þessar vangaveltur.... jú ég er að taka þær upp vegna þess að ég er sjálf aðeins að upplifa það að búa í pínulitlu sjávarþorpi úti á landi á Íslandi þar sem allir þekkja alla.  Við reyndar þekkjum ekki næstum því alla hér en við finnum og við vitum að kjaftagangurinn um náungan hér er mjög mikill.  Og um leið og það kemur mér í raun ekki á óvart þannig lagað, þá kemur það mér samt á óvart.  Hér er mest fjölskyldufólk, allt fjölskyldur sem hafa búið í styttri tíma í útlöndum og allt fólk sem er í sömu sporum.  Þá meina ég í þeim sporum að rífa sig upp með rótum frá fjölskyldu, vinum, öryggisnetinu sínu heima á Íslandi.  Afhverju geta ekki bara allir verið vinir?  Afhverju þarf fólk að hópa sig saman hér í mosanum og velta sér upp úr því hvað náungin í næsta húsi sem er nýfluttur er að gera?  Afhverju er þessum náunga í næsta húsi ekki boðið að vera bara með?  Þetta er það sem er svo skrýtið í okkur mannfólkinu, forvitnin um náungan og þörfin fyrir að velta sér upp úr því sem náungin er að gera.  Grínlaust... það er ekki hægt að reka út ókunan kött sem hefur komið óvart  inn til manns án þess að allir viti það og maður fær svo sjálfur söguna um það hvernig kettinum var hent út nokkru síðar og er sú frásögn mjög fjarri því sem í raun gerðist.  Ég veit það alveg að fullt af fólki hér í Mosanum les bloggið okkar, hvernig veit ég það?  Jú þetta sama fólk nefnilega missir stundum út úr sér hluti sem þeir hafa séð á blogginu.  Afhverju kvittar ekki þetta fólk bara fyrir sig?  Þetta er ein af ástæðum þess að ég er enn að íhuga að læsa blogginu mínu... ekki að ég hafi neitt að fela... heldur vegna þess að ég veit ekki hver er að lesa og forvitnast og vilja ekki kvitta fyrir sig.  Mig langar bara að geta haldið út virku bloggi fyrir vini og fjölskyldu heima á Íslandi en mig langar ekki að halda úti bloggi fyrir forvitna mosalinga sem þora ekki að segja til sín.

Við erum heppinn.  Við eigum góða vini hér í Mosanum, vini sem ég vona að fylgi okkur um ókomin ár.  En engu að síður get ég ekki sagt að það hafi verið auðvelt að komast inn í samfélagið hér...

Ég held að ég fari að baka köku og bjóða nýju nágranna mína velkomna til Horsens... tíðkast það annars ekki að færa nýjum nágrönnum köku til að bjóða þá velkomna???    Nei annars... þau eiga hund.... ég er sjálfsagt ekkert betri en allir hinir sem búa í Mosanum.

Velkomin til Horsens

 

 

 

 

 

 

 

 

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Hæ Kolbrún mér fynnst það frábær hugmynd hjá þér að fara með köku til nágrannans. Þú ert snillingur í kökubagstri og ferð létt með þetta. Ég hef búið í litlu þorpi og þar var ég boðin velkomin með fallegum blómum til að setja í glugann hjá mér því ég var rétt að byrja búskap. þó að það séu yfir 30 ár síðan þá ekki gleymi ég þessu aldrei svo láttu bara vaða. Það skákar þér enginn í kökubagstri.  

                                          KV Erla.

Erla (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Hey ! Ef þú læsir fæ ég þá lykilorðið til að halda áfram að forvitnast um hvernig þið hafið það í Danaveldi ?

Bestu kveðjur til ykkar allra

Anna Gísladóttir, 18.2.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Hæ, ég vil endilega líka lykilorð ef þú læsir. Það tíðkast allaveg í Ameríku að banka upp á hjá nýja nágrannanum með köku, ekki svo galin hugmynd. Ég held að fólkinu myndi líða vel og finnast það velkomið ef þú myndir banka hjá því.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 18.2.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Rebbý

kvitt kvitt - alltaf gaman að sjá hvað er að gerast hjá ykkur 

Rebbý, 18.2.2008 kl. 21:00

5 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ji minn eini Kolla. Hvað er að fólki? Maður spyr sig hvað er að svona fólki. En þú MANNST að láta mig hafa lykilorðið. Endilega bakaðu köku fyrir nýja nágrannann...þínar kökur svíkja engann. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 18.2.2008 kl. 21:03

6 identicon

Elsku Kolla mín...

Ég skil þig svooo vel

Alltof oft hugsar maður hvort að það sé verið að tala um mann og hvort það sé þá talað vel eða illa um mann

Svo hugsa ég líka afhveju mér sé ekki boðið hingað eða þangað....en svo þegar upp er staðað þá hugsa ég kanski bara allt of mikið og geri allt of mikið úr hlutunum eða hvað?

En það er samt best þegar maður veit hver er vinur sinn, þú ert vinur minn og ég vona að okkar vinskapur haldist að eilífu....

Rakel Linda (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:11

7 Smámynd: Vilborg

Búandi í litlu sjávarþorpi á Íslandi þá skil ég þig MJÖG vel.  En þetta er samt allstaðar svona einhverra hluta vegna.  Ég fékk í hausinn kjaftasögur úr Mosó en það tók þær bara aðeins lengri tíma að ná mínum eyrum heldur en  þegar maður er á litlum stað.  Það kemur andsk... engum við hvað við gerum og segjum.  Vertu trú sjálfri þér og þínum og alls ekki taka inn á þig hvað fólk segir.  Mæli með því að þú bakir grænu kökuna þína....mmmmm væri til í eina sneið núna...hehehe.

En þetta var einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég læsti mínu bloggi :o)

Knús á línuna

Vilborg, 18.2.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst gaman að flakka á milli blogga og hef farið inn á blogg hjá fólki hér í Mosanum sem ég þekki ekkert sérstaklega.....og það án þess að kvitta. Ég er samt sjálf mjög á móti kjaftasögum og kjaftaklúbbum. Stundum er maður bara forvitinn án þess að neitt illt búi undir. En kannski ætti ég að fara að kvitta fyrir mig alls staðar?

Það eru alltaf kostir og gallar við að búa í litlu samfélagi og þar sem ég hef búið í litlum bæ meiri hlutann af lífi mínu þá verð ég að segja að kostirnir eru meiri en gallarnir. Þetta er bara spurning um að vita hverjir eru vinir manns og hverjum maður treystir.

Berta María Hreinsdóttir, 19.2.2008 kl. 09:31

9 identicon

Er mjög sammála Bertu varðandi þetta með kostina og gallana. Mér fannst mjög erfitt að flytja hingað á Sauðárkrók frá Noregi þar sem ég var NO NAME (bjó ekki í Islendinganýlendu eins og þið) og var á leiðinni annað fyrstu tvö árin, en í dag átta árum síðar (VÁ) finnst mér bara frábært að búa hér. Kvitta ekki alltaf en fylgist með ykkur Kolla mín....Hafið það gott áfram

Dóra (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 10:22

10 identicon

Hæ Kolla,

ég kíki alltaf á bloggið þitt til að fylgjast með en er ekki dugleg að kvitta. Skil vel að þú hendir köttum út sem koma óboðnir í heimsókn.....ég myndi sparka þeim út.

Guðrún Hilmars (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband