9.10.2006 | 20:06
Sorgardagur hjá Hreinsson fjölskyldunni
Orðrétt haft eftir húsbóndanum á heimilinu.
Emil, litli prinsinn okkar hefur algerlega dálæti á þáttum í sjónvarpinu sem heita Dora, the explorer. Hann kann lögin utanað sem eru í þáttunum og getur horft aftur og aftur og aftur. Persónulega finnst mér þetta soldið skemmtilegir þættir, það er verið að kenna börnunum ýmislegt um leið og þeim er veitt afþreying.
Þegar við vorum í Bandaríkjunum síðast, þá keypti ég Dóru Explorer dúkku og hef geymt hana upp í skáp alveg síðan, hef verið að spá í að gefa henni einhverri prinsessu í afmælisgjöf síðar eða ekki. Allavega er dúkkan búin að vera upp í skáp í marga marga mánuði og ég hef haft það nokkrum sinnum á orði við húsbóndann hvort Emil litli megi ekki eiga dúkkuna. En alltaf hefur svarið verið nei, strákurinn minn á ekki að leika sér með dúkkur, gefðu honum Starwars. En í dag lét eitthvað undan og Emil litli fékk loksins dúkkuna góðu. Og hvílíkt bros á einu litlu barni. Pabbinn brosti ekki eins mikið og hafði á orði að þetta væri sorgardagur hjá Hreinsson fjölskyldunni.
Bangsinn hans Emils fékk líka nafn í dag, nefnilega Klossi. Klossi er besti vinur Dóru í þáttunum og fór Emil mjög glaður að sofa með Dóru og Klossa.
Mér finnst þetta ekki vera sorgardagur hjá Hreinsson fjölskyldunni. Afhverju mega strákar ekki eiga dúkku? Mér finnst bara ekkert athugavert við það og gleðst með Emil að vera búin að fá Dóru sína eins og hann kallar dúkkuna góðu.
Over and out frá Hreinsson family í kvöld
KOlbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 313101
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.