Gummi kominn til Horsens

Gummi er kominn til Horsens, skilaði sér hér rétt fyrir ellefu í fyrrakvöld eftir miklar hrakfarir.  En hann komst á leiðarenda, það er fyrir öllu:)

Síkið í Árósum Í gærfórum við með Gumma til Árósa, en fyrir þá sem ekki vita það eru Árósar stærsta borgin á Jótlandi og önnur stærsta borgin í Danmörku á eftir Kaupmannahöfn.  Kidda slóst í lið með okkur og lékum við túrista í Árósum í allan gærdag.  Við fórum á Pizza Hut í hádeginu til að fá smá orku fyrir daginn og svo bara lets go.  Nokkrar búðir voru skoðaðar og náði Gummi, já og við hinar líka heh, að gera fullt af góðum kaupum í Árósum.  Síðan var Dómkirkjan í Árósum skoðuð en það er alveg ofsalega falleg kirkja.  Kirkjan er líka svo sérstök vegna þess hve margir hvíla í kirkjunni og eru grafir út um allt inn í sjálfri kirkjunni.  Það sem snerti mig mest voru samt kertin sem loguðu um alla kirkjuna, en fólk getur komið inn og kveikt á kerti fyrir sína nánustu.  Ofboðslega fallegt.  Þegar við vorum búnin að afgreiða miðbæinn í Árósum var ferðinni svo haldið í Bilka þar í bæ og svei mér þá, það var líka hægt að versla þar...heh  

Í dag er ætlunin að skreppa með Gumma í heimsókn til Þýskalands og svo er fyrirhugað partý fyrir hann hér í Mosanum....

ég og Gummi saman á Pizza Hut í Árósum

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkrar nýjar myndir í albúmi

Kolla 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið eru þið sæt á myndinni.  Skemmtið ykkur reglulega vel í Danaveldi.

Friggja (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Jú hú..loksins comment sko. Bara búið að vera ÆÐISLEGA gaman!!! Elska ykkur öll.

Guðmundur Þór Jónsson, 17.2.2008 kl. 13:17

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Mikið fjör mikið gaman :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 17.2.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband