8.10.2006 | 09:32
Fötlun
Ég átti mína drauma, ég átti vonir og trú, mig
dreymdi um frægð og frama alveg eins og þú.
En draumarnir þeir hjöðnuðu eins og lítið fallegt
lag, bara að ég gæti gert það sama og þú varst að
gera í dag!
Þú vaknar oftast þreyttur og kemur þreyttur
heim, það er erfitt að vera verkamaður og þú ert
einn af þeim. Ég vildi að ég væri þreyttur og
sofnaði er dagur dvín. Það sem þér finnst svo
eðlilegt, er heitasta óskin mín!
Oft ég velti fyrir mér hvað það er sem tekur við?
Og afhverju ég er eins og ég er, en ekki eins og
þið. Afhverju varð heimur minn ekki eins og
þinn? Allt sem þér finnst svo hversdagslegt , er
dýrasti draumurinn minn!
Þeir gáfu mér stundum vonir, en ég vona aldrei
meir, því að ekkert er eins kvalafult eins og lítil
von sem deyr. Fyrir þér er margt svo leiðinlegt
og svo margt sem angrar þig, en það sem þér er
til ama, væri skemmtun fyrir mig!
Heilbrigð á sál og líkama væri "paradís" fyrir
mig, ef fyrir utan vetrarkvefið er það daglegt
brauð fyrir þig. En hlúðu vel að heilsunni,
hvernig sem allt fer, því allt sem mér er svo
hversdagslegt, ÓSKA ÉG ALDREI ÞÉR!!
Höf: Svessi
Mér finnst þetta órrúlega fallega skrifað og finnst þetta svo frábær áminning til okkar sem vinnum með fötluðu fólki.
Varð að deila þessu með ykkur:)
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 313100
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég varð alveg klökk þegar ég las þetta fyrst....mér finnst þetta góð áminning fyrir okkur sem vinnum með fötluðum, en ekki síst fyrir þá sem starfa ekki með fötluðum því þar liggja oft fordómar og fáfræði. Þetta ætti að vekja ALLA til umhugsunar.
Kv.
Berta
Berta María Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.