Sunnudagshugvekjan

Veðrið....ég veit ekki hvort þið viljið að ég segi ykkur frá veðrinu í Danmörku.... en ég ætla samt að gera það.  Hér hefur verið algert sumarveður, sólin skín og það hefur hitnað mikið.  Flugurnar eru meira að segja farnar að láta sjá sig og kóngulónum hefur fjölgað aftur (þær semsagt fóru aldrei alveg).  Strákarnir hafa verið úti á stuttermabol í dag... er hægt að biðja um betra?   Ég myndi allavega ekki vilja skipta um veður við Ísland... þótt hjartað sé á Íslandi oftast nær. 

Ísland já... ég hintaði að því að við ætluðum að koma heim til Íslands um páskana.... við eigum flug heim þann 16. mars.  Hlynur og stóru strákarnir fara aftur til Danmerkur á annan í páskum.  Ég og Emil eigum flug aftur til Danmerkur 9. apríl.... jebb þið lásuð rétt... ég verð reyndar ekki á klakanum allan tímann þar sem ég ætla að skreppa til New York með góðu fólki í byrjun apríl og eyða þar 6 dögum.  Emilinn minn ætlar að fá að njóta þess að vera hjá ömmu og afa á meðan.  Öllum í fjölskyldunni hlakkar mikið til að koma til Íslands og hlökkum við til að eiga nokkra daga þar með fjölskyldu og vinum og ekki má gleyma að strákunum hlakkar til að fá íslensku páskaeggin sín:)

Annars er mjög lítið að frétta af okkur þessa dagana.  Dagarnir líða áfram. Dagarnir frá því að við komum heim frá London hafa verið afskaplega notalegir.  Emil er orðin hress af gubbupestinni og hefur tekið gleði sína á ný.  Stóru strákarnir eru komnir í vetrarfrí í skólanum og verða það alla næstu viku.  Við ætlum ekki að gera neitt sérstakt í fríinu, bara chilla og svo eigum við von á Gumma í heimsókn á miðvikudaginn og hlökkum mikið til þess.  Það er þokkalega flott plan í gangi fyrir þá daga sem hann ætlar að verja með okkur.

En svona er Horsens í dag

sólarkveðjur

2bigstockphoto_Happy_Sun_103457

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ohhhhhhhhh hvað ég er ánægð fyrir ykkar hönd að komast heim á klakann yfir páskana

Hafið það gott  

Anna Gísladóttir, 10.2.2008 kl. 20:54

2 identicon

  Vá ég væri til í að skipta við ykkur um veður. Púff er að verða búin að fá nóg af veðrinu  hér á klakanum.  Kveðja frá okkur á klakanum. Erla.

Erla (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Oh, je minn. Ég á sem sagt að pakka bikíni niður...múhahah. En hvað ég hlakka til að koma!! Ég er samt dáldið spenntur hvað við gerum sko...ég er ekki FORVITINN..bara pínu spenntur. Það verður ennþá betra veður þegar ég kem. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 11.2.2008 kl. 00:13

4 identicon

Takk fyrir vöfflukaffið í gær..........algjört æði þó svo að Svavar hafi ekki haft mikla lyst...he he

Rakel Linda (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband