Túristi í London

Þótt ég hafi ferðast víða, þá hef ég aldrei komið til London fyrr en við fjölskyldan eyddum þar tveim dögum í vikunni.  Til að lýsa London í einu orði vel ég orðið CROWDED.  Ég hreinlega vissi ekki að það væri svona mikið til af fólki heh, það var fólk allsstaðar og var alveg sama á hvaða tíma sólarhringsins það var.  En þrátt fyrir mikið af fólki, þá var ferðin í allastaði frábær og nutum við þess í botn að vera í London. 

Við flugum með lággjaldaflugfélaginu Ryanair... ég var nú pínu stressuð fyrir því, þar sem mér líður ekki allt of vel í flugi almennt... en það voru óþarfar áhyggjur, Ryanair er alveg ágætt félag sem hefur fengið mitt traust núna.  Mér fannst það samt mjög skrýtið að fara í flug þar sem var frjálst sætaval, hef ekki upplifað það áður.  Með fimm manna fjölskyldu þurftum við því að hlaupa soldið hratt til að ná örugglega sætum saman, en það hafðist:)  

London tók á móti okkur með fínu veðri.  Við köstuðum af okkur farangrinum og fórum beint út að borða á Planet Hollywood, en það var einn af draumum strákanna minna.  Við áttum pantað borð þar og rétt náðum því.  Kvöldið var alveg fullkomið og strákarnir mínir alveg í skýjunum.  Við fórum því mjög sátt upp á hótelið um kvöldið.... eða vorum sátt þar til við fórum að skoða hótelherbergið okkar.  Við pöntuðum okkur ekki hefðbundið hótelherbergi vegna þess að Brétarnir vilja ekki að það séu 5 saman í herbergi vegna eldvarna.  Við pöntuðum okkur því einkaherbergi með sérklósetti á svokölluðu Hosteli.  Og það munum við aldrei gera aftur.  Þetta herbergi sem við fengum var vægast sagt ógeðslegt.... það hefur ekki verið ryksugað síðan á síðustu öld, vodkatappar, kampavínstappar, eldspítur og fleira sem ég nenni ekki að telja upp var um allt herbergið... og þetta sérklósett var þannig að við höfðum ekki lyst á því að nota sturtuna þar.... jakk... næst þegar við förum í ferðalag saman fjölskyldan munum við frekar leigja tvö hótelherbergi en að þurfa að búa við svona viðbjóð.

Við tókum svo daginn snemma og náðum að skoða Kings Cross (Harry Potter brautarpallinn sem var líka á óskalista strákanna), London Eye, Big Ben, Oxford Street, Abbey Road og Buckingham Palace.  Enduðum svo á því að sýna strákunum vaxmyndasafnið, en það var mikil upplifun fyrir þá.  Jóni Inga fannst hann þokkalega komast í feitt þegar hann sá Britney Spears á súlunni og heimtaði mynd af sér með henni heh.  

Heimferðardagurinn var erfiður.  Emil litli byrjaði að æla á hótelinu rétt áður en við lögðum í hann.  Hann náði svo að æla í leigubílnum, lestinni, flugstöðinni, flugvélinni og í bílnum á leiðinni heim... og hélt svo sínu striki fram eftir kvöldi.  Í gær hélt hann áfram að æla fram yfir hádegið en þá loksins linnti þessum spýjum.  Hann hefur verið alveg svakalega slappur, enda engin næring í litla kroppnum.  Hann er þó aðeins hressari í dag en í gær, jafnvel þótt hann sé ennþá slappur og orkulaus.... þurrt brauð og vatn er eitthvað að gera fyrir hann, annars liggur hann bara fyrir og horfir á uppáhaldið sitt, Latabæ.

Það eru mjög margar myndir í albúmi frá ferðinni okkar til London

Kolbrún out 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Takk fyrir að benda mér á Hostel!! Ég verð á hótelherbergi þegar ég fer til London..takk fyrir!! Skil ykkur SVO vel að vera á hótelherbergjum næst!! Þetta flugfélag er það svipað og Icelandexpress?? ég hef heyrt mjög slæmt um þá og þess vegna er ég ekki farinn að fljúga með Icelandairexpress. Þið hafið verið svaka dugleg í London, náð að gera svona mikið á stuttum tíma. Ég kalla ykkur góð. Góða helgi og hafið það gott.

P.S. EKKI GLEYMA AÐ SENDA MÉR NÚMERIÐ!!!

Guðmundur Þór Jónsson, 8.2.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Rebbý

Leitt að heyra að Emil hafi endað ferðina með ælupest en London er fín og bara gaman að kíkja á Oxford og ágætis matur á Planet Hollywood
Vona að allir séu hressir núna.

Rebbý, 8.2.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband