Síðasti söludagur

Hrikalega var ég pirruð í gær.  Elsti sonurinn er með magapest og við ákváðum að leyfa honum að fá að ráða hvað væri í kvöldmat í þeirri von að hann myndi borða eitthvað smávegis með okkur.  Hann valdi heimagerða hamborgara og fór ég í bónus í gær og keypti þá.  Þar sem fjölskyldan er stór er ein pakkning ekki nóg í matinn, heldur þarf ég alltaf að kaupa 8 hamborgara, tvær pakkningar.  Ég þurfti að taka Emil litla með mér í Bónus og það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri, kannski finnst honum það mjög skemmtilegt en það er ekki fyrir mig að láta þreyttar húsmæður horfa á frekjuna í honum og í gær þá var hann að geyma fyrir mig ísblóm, barnaísblóm, og án þess að ég fattaði það var hann búin að opna eitt boxið og sleikja lokið og var allt andlitið í rauðum ís.   Enda var horft á okkur.

A llavega,,,,, ég komst heim með pokana og Emil og byrjaði að steikja hamborgarana.  Þegar ég opnaði seinni pakkninguna komu hamborgarnir næstum á móti mér, brúnir og úldnir.  Ég kíkti á dagsetninguna á pakkanum, hmm reyndar báðum pökkunum... og seinni pakkinn var löngu útrunninn.  Aumingja strákurinn sem varð fyrir svörum í Bónus þegar ég þreytta húsmóðirinn hringdi bandbrjáluð og spurði hvort maður þyrfti virkilega að skoða dagsetningar á öllu hjá þeim og hann mátti vita að það væri ekki auðvelt fyrir mig að koma til að fá ferska hamborgara.  Húsbóndinn kom svo sem betur fer heim stuttu síðar og fór í Bónus og fékk nýjan hamborgarapakka og annan í kaupbæti:)

En það er alveg merkilegt þetta Bónus syndrome.... það þarf alltaf að passa sig að kaupa ekki útrunnar vörur hjá þeim.  Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu og ekki í annað sinn heldur.  Ég hélt að það væri nú svo margt fólk sem færi í gegnum þessar búðir í hverri viku að svona ætti ekki að geta gerst.  En nú geri ég mér stórt áramótaheit... aldrei kaupa neitt í bónus nema kíkja á dagsetningarnar.  Ég hef svo sem oft áður gert mér svona heit en frekar en önnur heit þá man ég ekki lengi eftir þeim.

Elsku litla frænkan mín hún Edda Helga er tveggja ára í dag.  Til hamingju með daginn og sjáumst í afmælisveislunni þinni:)

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Þetta er einmitt keisið varðandi lágvörubúðir. Framlegðin hjá birgjunum er það lág að þeir mega ekki við of mikilli rýrnun. Þ.a.l. freistast sumir þeirra til að hunsa dagsetninguna. En þetta vandamál sem þú lýstir er ekki Bónus að kenna heldur sölumanninum fyrir fyrirtækið sem selur hamborgarana (grunar einhvern veginn að það séu ferskar kjötvörur)

Þorgeir Ragnarsson, 6.10.2006 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband