5.10.2006 | 20:38
Liar at the altar
Einhvernvegin svona var titillinn á bók sem var kynnt í Oprhu á Stöð2 í gærkvöldi. Konan sú sem skrifaði þessa umræddu bók sagðist sjálf hafa verið gift í 5 ár og síðan skilið og ákvað svo að skrifa bók um hjónabandið. Hún vildi meina að mjög margar konur sem ganga upp að altarinu hafi bakþanka og séu kannski í raun bara að giftast til að fylgja straumnum og að þær lifi í þessum prinsessuheimi, finnist æðislegt að fá demantshringinn og svo veisluna sem fylgir brúðkaupinu. En séu svo ekki tilbúnar í skuldbindinguna sem felst í hjónabandinu, í blíðu og stríðu.
Ég fór aðeins að rifja upp þegar ég horfði á þáttinn í gærkvöldi mitt eigið brúðkaup. Kirkjubrúðkaup í Lágafellskirkju árið 1994. Ég fékk reyndar aldrei trúlofunarhringinn þar sem við trúlofuðum okkur aldrei. Dagurinn okkar var æðislegur í alla staði. Hvítur kjóll, allir þeir vinir mínir sem ég vildi hafa með okkur, ættingjar okkar... allt eftir bókinni í raun og veru. Mætt í föðrun eldsnemma morguns og svo beint í hárgreiðslu og svo heim til mömmu og pabba til að fara í kjólinn en Hlynur var aldrei búin að sjá hann fyrr en í athöfninni sjálfri. Veisla í Hlégarði, kampavín og kökur. Myndataka. Fjölskyldan sameinaðist svo í kvöldverð um kvöldið heima hjá tengdaforeldrum mínum.
Ég viðurkenni samt alveg að ef ég væri að gifta mig í dag myndi ég gera þetta aðeins öðruvísi. Ég var með þeim fyrstu í mínum vinahópi til að ganga upp að altarinu og hafði því ekki mikla reynslu af brúðkaupum almennt. Það sem ég myndi vilja hafa haft öðruvísi voru veitingarnar.... ég myndi hafa mat ef ég væri að gifta mig í dag. Öðru myndi ég ekki vilja breyta held ég.
En það er alveg ljóst í mínum huga að þegar ég gekk upp að altarinu fyrir 12 árum síðan var ég ekki með neina bakþanka. Ég vissi að ég væri að gera það sem ég raunverulega vildi, giftast manninum sem átti barnið sem ég bar undir belti á brúðkaupsdaginn. Og hann er ennþá jafn æðislegur og þá:)
Væmið blogg frá mér í kvöld...
Ætla að kíkja á kökuna sem er í ofninum fyrir kökubasarinn á morgun.
Hugsa til ömmu minnar í dag. Hún hefði orðið 95 ára í dag hefði hún lifað.
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 313091
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.