Gleði helgarinnar

Er fólk farið að bíða eftir færslu???  Ég er búin að vera svo upptekin um helgina að ég hef hreinlega ekki haft tíma til að setjast niður og skrifa hér inn... en helgin hjá okkur er búin að vera alveg ljómandi. 

Rakel bauð okkur í kvöldmat í sumarbústað á Vestur Jótlandi í gær í tilefni af 35 ára afmæli sínu.  Við fórum af stað eftir hádegið og komum passlega í bollukaffi.... Þau voru saman í bústað um helgina, Rakel og Svavar og Berta og Raggi og synirnir og nutum við þess í gær að eyða deginum með þeim.  Bústaðurinn var sá allra flottasti sem ég hef séð... engu til sparað.  Ljósunum var stýrt með fjarstýringu, Bang og Olfusen græjur og stórt nuddbaðkar... þarf ég að segja meira?  Deginum var eytt við spilamennsku... mest var spilað af Idiot og Kleppara með olsenolsen í bland.  Kvöldmaturinn var alveg frábær... naut og fylltar svínalundir með bökuðum kartöflum og tilheyrandi og æðislegri marengsköku á eftir.... skolað niður með fullt af rauðvíni og rósavíni.   Við þökkum kærlega fyrir okkur Rakel og Svavar:)

og það var fjör

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var svo gaman í gær að við lögðum ekki aftur af stað til Horsens fyrr en það var komið myrkur... og snjókoma.... uss.... en við komumst nú heil til Horsens um ellefuleytið í gærkvöldi.

Í dag var okkur svo boðið í annað afmæli, en Emmi vinur hans Hafsteins er 11 ára:)  Þau búa í Hedensted og áttum við skemmtilegan dag í dag með þeim og vinum þeirra.  Og kökurnar... ekki neinu til sparað þar.....  Emil var alveg hreint í essinu sínu í dag... og ætlaði helst ekki að vilja fara heim aftur án þess að taka Silju Dögg sem er systir Emma með sér... hann vill bara eiga hana.

Emil með Silju Dögg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En helgin að verða búin.... en ekki taka leiðinlegri dagar við hjá okkur fjölskyldunni.  Emil ætlar að skreppa í leikskólann í fyrramálið og taka þátt í festelavn hátíð (eins og öskudagur hjá okkur) og svo er það bara að bruna til Billund og taka flugið til London.

Heyrumst í vikunni þegar ég er búin að taka London í nefið

Fullt af nýjum myndum í albúmi

Kolbrún 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Vá hvað það hefur verið gaman hjá ykkur. Við erum að fara í sumarbústað í Danmörku í sumar, vonandi að við eigum eftir að hitta á ykkur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 3.2.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Vá, ekkert smá flottur bústaður!! Sé mig alveg liggja í baðkarinu í dekurdúlli. Glæsileg helgi hjá ykkur. Fínar myndir líka. Góða ferð og skemmtun í London. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 3.2.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gott að heyra eintómar góðar fréttir af ykkur! Allra bestu kveðjur úr frostinu heima.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.2.2008 kl. 20:59

4 identicon

Takk fyrir komuna og takk kærlega fyrir mig :)

Hlakka til að fara á Abba....

Kveðja Rakel

Rakel Linda (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband