Gullkorn frá yngsta syni

Við Emil fórum í morgun og keyrðum Hlyn í vinnuna sína i Vejle... Emil var með munnræpu alla leiðina að vanda, veit ekki hvaðan hann hefur þetta drengurinn.   Svo segir hann við mig á leiðinni til baka:  "mamma ég var soldið hræddur þegar ég var í maganum á þér, þegar þið voruð að fara að kaupa mig"  Frekar krúttlegur:)

 

Annars er bara allt í þessu fína hér hjá okkur... heilmikið skemmtilegt að gerast um helgina:)  

Svo má ég ekki gleyma því að segja ykkur frá því að Jón Ingi var í dönsku prófi í gær og fékk einkunnina 13 (sem er hæsta einkunn hér í DK).  Þið kannski eruð búin að lesa um það á bloggsíðu Hlyns en þá bara minni ég ykkur á það enn og aftur hvað ég á dugleg börn.

Kolbrún out 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Hmmm munnræpa segirðu?  Ja hvaðan skildi hann nú hafa það?? .  Frábær árangur hjá Jóni Inga .  Vonandi heldur hann áfram að vera svona duglegur í skólanum. 

Kveðja úr snjónum og kuldanum,  Helga

Helga Jónsdóttir, 1.2.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Krúttið hann Emil sko....það er sko hægt að hlæja af hans gullmolum. Munnræpa já..sjaldan fellur eplið langt frá eikinni..múhahah. Jón Ingi rúllar skólann sko. Skemmtið ykkur vel um helgina og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 1.2.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband