What a day!!!

Við Jón Ingi fórum í útburðinn í dag, hér er búið að fylla kerruna - fyrri helmingurinn:)Miðvikudagur - útburðardagur.... fengum blöðin ekki fyrr en að verða tvö í dag þannig að ég og Jón Ingi fórum hreinlega í Amazing Race til að ná að bera út öll óskupin fyrir kl hálf fjögur.  Við náðum því svona nokkurnveginn og var ég komin á leikskólann kl tuttugu mínútur í fjögur.... ekki þætti það seint á Íslandi að ná í barnið sitt á leikskóla á þeim tíma en hér í Danmörku var búið að loka deildinni hans Emils, því það voru svo fá börn eftir.  Og hann litla greyið beið eftir mömmu sinni á annarri deild.  Ég auðvitað fékk þvílíkan móral yfir þessu en starfsfólkið fullyrti að þetta væri í góðu lagi og ég þyrfti ekki að hafa móral yfir neinu.... en ég mun nú samt reyna að ná í hann fyrr á næsta miðvikudag... djók ég verð í London á næsta miðvikudag... en  þá allavega þarnæsta.

í nýju náttfötunum:)Við fórum svo að sækja Hlyn á lestarstöðina kl fjögur í dag en hann var að koma frá Íslandi.  Þvílíkur spenningur hjá strákunum að fá pabba sinn heim.... allavega að fá pakkana sem þeir vissu að hann kæmi með, ehh.  Og það var hreint ótrúlegt sem kom upp úr töskunum, Emil fékk Latabæjarnáttföt, pússluspil, ullarsokka, peninga og æðislega Íþróttaálfapeysu.... Jón Ingi fékk Blend peysu, peninga, dvd mynd, geisladisk og nýjustu bókina um Harry Potter... strákarnir voru alveg í skýjunum með gafirnar sínar en það var ekki laust við að ég vorkenndi aðeins Hafsteini, honum finnst algert svind að eiga ekki afmæli fyrr en í apríl.  Ég sagði honum að þá yrði hann sá eini sem fengi pakka:)   Tengdaforeldrar mínir voru nú samt svo elskulegir að hugsa til Hafsteins en hann fékk senda frá þeim vettlinga sem voru pakkaðir inn og björguðu þeir deginum fyrir honum.  Hann prufukeyrði þá strax þegar ég sendi hann í mjólkurinnkaupaleiðangur.  Og ekki má gleyma því að íþróttaálfurinn fékk líka pakka.  Amman nefnilega skilur engan útundan og prjónaði líka ullarsokka á íþróttaálfinn... og vakti það mikla lukku hjá Emil. 

Við þökkum kærlega fyrir okkur öll 

En það má segja að ég hafi nú "grætt" helling líka.  Hlynur kom með tvö karton af Winston fyrir mig, en þær eru ófáanlegar hér í Danmörku:)  Svo fékk ég líka nýjustu Vikuna og auðvitað fullt af matvöru og öðru góðgæti:)  Til að mynda var borðuð píta hér í kvöld með ekta íslenskri pítusósu:)  Ég fékk líka eina afmælisgjöf sjálf svona fyrirfram, góða skó sem henta mínu nýja starfi hér í Danmörku vel.  Það er semsagt búið að fylla á birgðirnar hér á R28, bæði í búrinu og í frystiskápnum múhahahaha

Það eru nokkrar nýjar myndir í nýju albúmi

Njótið

Kolbrún 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

En spennandi allt saman. Og til hamingju með afmælin strákar. Og góða skemmtun í London

Kv. Guðborg

Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.1.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Pabbi að koma frá ''útlöndum''

segirðu ''heim'' hvort sem þú ert að tala um að fara til Íslands eða til DK ?

Jóna Á. Gísladóttir, 30.1.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegar myndir. Þið eruð speddí gonzales í Horsens sko. Njótið íslensku vörurnar VEL. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 31.1.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband