Sveppi, Auddi og Pétur Jóhann!!!

Það er hreint með ólíkindum hvað þessir þremenningar lifa góðu lífi hér á heimilinu.  Í eina tíð voru þeir mikið uppáhald hjá Jóni Inga og ég man eftir því að hann gat ekki farið í skólann nema sjá þá í þætti kvöldsins, því ef hann missti af þeim sagðist hann ekki vera inn í umræðunum í skólanum... Hafsteinn horfði líka á þá af miklum áhuga á tímabili.  Saman eiga stóru strákarnir alla dvd diska sem hafa verið gefnir út með þeim félögum en sem betur fer hafa þeir fengið að sitja upp í hillum og safna ryki

ÞAR TIL NÚNA!!!!!

Nú er yngsti sonum komin með þvílíkan áhuga á þeim þremenningum Sveppa, Audda og Pétri Jóhanni.  Hann horfir á þættina þeirra aftur og aftur og aftur alveg dolfallinn.  Hann er jafnvel farin að læra atriðin utan af, veit alveg hvenær eitthvað spennandi gerist og hoppar upp í fangið á mér.  Common, hann er fjögurra ára gamall....  

Ætli þetta sé vegna áhrifa eldri bræðra?????  Hann allavega gefur þeim eldri ekkert eftir í áhugasviðum:)

Strakarnir04

 

 

 

 

 

 

 

Annars lítið að frétta héðan.  Sól og sumarveður í dag.... rok, rigning, þrumur og eldingar í gær... Hlynur er farin að stað til Íslands.... heldur lengra ferðalag en hann sá fyrir, þar sem hann situr að ég best veit enn á flugvellinum í Kaupmannahöfn og mun þurfa að sitja þar næstu klukkutímanna.... mikil seinkun og ef ég skil þetta rétt er áæltað að hann lendi í Keflavík kl hálf fjögur í nótt.  Úff og hann á að vera mættur í vinnu kl sjö í fyrramálið.  Það verður sjálfsagt ekki mikið um svefn hjá honum þessa nóttina.

Kveð úr góða veðrinu i Danmörku

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Já, gengur þetta ekki frá stærsta bróðir til yngri bræðra. Þeir eru snillinga þessir guttar sko. Vonandi getur Hlynur sofið á flugvellinum og í vélinni. Örugglega ógeðslegt að sitja, bíða og vona. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 27.1.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Það er eitthvað við þessa þremenninga.....litli frændi minn sem er bara rétt 2ja ára er dolfallinn yfir Næturvaktinni, það var besta jólagjöfin hans og er Pétur Jóhann í mestu uppáhaldi:) Ótrúlegt!!

Vonandi komst Hlynur "heim" í nótt.

Berta María Hreinsdóttir, 28.1.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband