24.1.2008 | 10:14
Nestis menning Dana
Danir eru síborðandi...samt eru þeir ekki feitir. Kannski borða þeir bara rétt:) Danir kaupa sér yfirleitt ekki mat á skyndibitastöðum, heldur taka þeir nesti með sér hvert sem þeir fara... það er aðstaða allsstaðar sem maður fer fyrir fólk með nesti og gildir það líka um lestirnar, dýragarði, lególand og svoleiðis staði. Og það er bráðsniðugt að fylgjast með því hvernig þeir pakka inn nestinu sínu. Þeir nota ekki nestispokana sem við þekkjum svo vel á Íslandi (þeir eru heldur ekki til í Danmörku og sakna ég þeirra frá Íslandinu okkar). Þeir nota smjörpappír og álpappír í miklu magni fyrir nestið sitt. Það er meira að segja hægt að kaupa hér í búðum smjörpappír sem er búið að skera niður í brauðsneiðalag en þetta nota þeir til að setja á milli sneiða hjá sér.
Það er þokkalega mikið magn sem ég þarf að smyrja hér á morgnana. Jón Ingi og Hafsteinn þurfa báðir að hafa með sér tvöfalt nesti, semsagt fyrir nestistíma morgunsins og svo fyrir hádegismat. Það er reyndar hægt að kaupa einhvern mat í skólanum hjá þeim en hann er þá keyptur í álbökkum og er vægast sagt ekki lystugur. Emil þarf líka að taka mér sér tvöfalt nesti. Hann þarf nesti fyrir hádegismatinn, já engin heitur matur hér á leikskólum... meira að segja fóstrurnar eru með sína madpakka með sér og svo þarf hann að taka með sér nesti fyrir ávaxtastundina um miðjan daginn. Hádegisnestið hans og ávaxtanestið mega ekki vera í sama nestisboxi, hann þarf að vera með eitt hefðbundið nestisbox fyrir hádegismatinn sinn og svo frugtpoka fyrir ávaxtastundina. Ég hafði sett þetta allt saman í nestisboxið hans og fékk skammir fyrir. Það er ísskápur á leikskólanum undir madpakkana og boxið á að fara í hilluna en frugtpokinn á að fara í ávaxtaskúffuna. Nú og svo er það húsbóndinn sjálfur, hann þarf sitt danska rúgbrauð með sér á morgnana.
Svona er Danmörk í dag.... þeir eiga langt í land að ná okkur Íslendingum varðandi heitan mat í hádegi á leikskólum og grunnskólum.... eða er þetta kannski bara betra svona???
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ummmm...... danskt rúgbrauð með osti. Öfunda Hlyn, man enn eftir bragðinu. Annars það furðulegasta sem ég man eftir í danska nestinu, var rúgbrauð með kartöflusneiðum og pipar.
Friggja (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:53
Ætli það sé ekki betra að hafa þetta eins og það er á Íslandinu góða? Þótt sem ég þekki hvorugt. Það er ekkert smá sem þú þarft að smyrja kona góð. 20 dagar í mig!!! Jabba dabba dú. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 24.1.2008 kl. 18:25
Komdu með nokkrar smörrebrödshugmyndir!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:43
oh...alveg minn stíll....brauð og aftur brauð....ég er flutt í huganum út!
Vilborg, 24.1.2008 kl. 23:46
Held að þetta sé betra hér að mörgu leyti, maður er þá viss um að börnin borði það sem þau fara með. Ekki hefur maturinn í skólunum heima verið þekktur fyrir heilsufæði heldur og því örugglega hollara að fá sér rúgbrauð með góðu áleggi:)
En auðvitað krefst þetta miklu meiri vinnu fyrir húsmæður/feður:)
Berta María Hreinsdóttir, 25.1.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.