18.1.2008 | 18:41
Stirðbusa Stirðbusadóttir
Ég fann gleði í morgun þegar ég leit í bílageymsluna mína og sá að blöðin sem ég átti að bera út og vera búin að bera út fyrir kvöldmat á laugardag væru komin til mín. Ég keyrði því Emil snemma á leikskólann og hófst handa við að koma öllum auglýsingabæklingunum inn á húsin sem tilheyra mínu svæði. Um var að ræða 12 búnt af ruslpósti og vóg hvert búnt 8.1 kg. Það reiknast mér að séu um 100 kg af ruslpósti. Ég þurfti að fara tvær ferðir með vagninn til að bera öll óskupin út og trúið mér að það er ekki auðvelt að burðast með 50-60 kg vagn á eftir sér upp brekkuna hér í Horsens. Ég þurfti að margstoppa til að hvíla mig í seinni lotunni, hélt ég næði ekki að toga vagninn upp brekkuna. En allt hafðist þetta nú á endanum og eftir 3 1/2 tíma af labbi og útburði hélt ég heim á leið, ánægð með að fá nú 4 daga í pásu og geta eytt helginni með fjölskyldunni. En líkaminn alveg búin á því.
En þá kom babb í bátinn.....
Þegar ég kom heim sáum við stóran blaðabunka í innkeyrslunni. Og bréf með... og í bréfinu stóð að ég mætti ekki bera út ruslpóstinn fyrr en ég væri búin að fá afhentan sondagsavisen líka, því hann á að fara með í lúguna... ég hreinlega fórnaði höndum og langaði helst að fara að grenja. Ég með harðsperrur dauðans og verð að fara annan hring í hverfið mitt á morgun með blessaða sunnudagsblaðið (sem svo örugglega engin les). En ég veit ekki hvort mér hafi verið sagt frá þessu sunnudagsblaði og um sé að ræða tungumálaörðugleika, eða hvort mér hafi yfirhöfuð ekkert verið sagt frá þessu.... það breytir svo sem ekki miklu héðan af, en ég mun ekki gera þessi mistök aftur.
Kolbrún alveg out í kvöld en tekur upp þráðinn á morgun
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Kolla. Ég skil þig SVO VEL, og þessi helvítis ruslpóstur sem enginn les. En jæja, þú færð money fyrir þetta. Farðu vel með þig sweety. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 18.1.2008 kl. 18:54
Æi greyið mitt... þetta er fúlt! En alveg týpiskt þegar maður er að byrja í nýju starfi... þá koma oft svona atvik sem maður lærir hressilega af!
Kristbjörg Þórisdóttir, 18.1.2008 kl. 18:59
hahaha aldeilis frábær hreyfing og færð borgað fyrir - ekki margir svo heppnir
Rebbý, 19.1.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.